Fræðsla og leiðsögn
Kynning á safninu og starfsemi þess er með ýmsu móti en markmiðið ávallt að skapa sem besta ímynd safnsins út á við. Safninu berast reglulega fyrirspurnir um safnastarfið og safnkostinn og leggur metnað í að svara, fræða og/eða veita ráðgjöf á faglegan og jákvæðan hátt. Reynt er að stuðla að góðri upplifun gesta sem heimsækja sýningar á vegum safnsins.
Skólaleiðsagnir
Við tökum vel á móti nemendum í skólaheimsókn, boðið er upp á leiðsagnir um yfirstandandi sýningar fyrir nemendur á öllum skólastigum skólum að kostnaðarlausu. Óska má eftir sérsniðinni leiðsögn.
Panta leiðsögn
Safnið býður upp á leiðsögn um sýningar safnsins fyrir almenna hópa eftir pöntun.
Verð fyrir leiðsögn er 20.000 kr. utan opnunartíma og um helgar.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á safninu og komið til móts við einstaklinga og hópa fólks með sérþarfir.
Vinsamlegast bókið leiðsagnir með góðum fyrirvara með því að senda tölvupóst á listasafn@isafjordur.is.
Listasmiðjur
Eftir því sem fjármagn og tími leyfa eru haldnar listasmiðjur í tengslum við yfirstandandi sýningar og/eða safneign. Listasmiðjurnar eru auglýstar hér á heimasíðunni og á helstu miðlum.