Um listasafnið
Með erfðaskrá dags. 13. ágúst 1958, ákvað Elín Sigríður Halldórsdóttir, Fjarðarstræti 11 á Ísafirði, að af eftirlátnum eignum hennar skyldi stofna sjóð sem bæri nafnið Minningarsjóður Jóns Þorkels Ólafssonar, trésmíðameistara og Rögnvalds Ólafssonar, húsameistara. Skyldi markmið sjóðsins vera að efla menningarmál í Ísafjarðarkaupstað, svo sem kirkjumál og það sem lyti að listrænni fegrun Ísafjarðarkaupstaðar.
Í skránni var kveðið á um að höfuðverkefni sjóðsins yrði að koma á fót Listasafni Ísafjarðar með kaupum á listaverkum, málverkum og höggmyndum, samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnarinnar. Á stofndegi Listasafns Ísafjarðar ákvað stjórn Byggðasafns Vestfjarða að gefa safninu fyrsta verkið, málverk af Skutulsfirði eftir ísfirska listamanninn Kristján Helga Magnússon.
Á árinu 2024 samþykkt Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra að leggja niður Minningarsjóð Jóns Þorkels Ólafssonar og Rögnvalds Ólafssonar, sem stóð að baki Listasafni Ísafjarðar, enda safnið í raun og veru rekið af sveitarfélaginu. Með því færðust allar eignir sjóðsins til sveitarfélagsins, listaverk og óverulegir fjármunir.
Starfsfólk
Guðfinna Hreiðarsdóttir
Forstöðumaður
gudfinnah@isafjordur.is
Rannveig Jónsdóttir
Verkefna - og sýningarstjóri
rannveigj@isafjordur.is