Nýjustu fréttir

Frá opnun sýningarinnar FRAMTÍÐARFORTÍÐ

Ráðherra opnaði FRAMTÍÐARFORTÍÐ

Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, opnaði sýninguna FRAMTÍÐARFORTÍÐ í Safnahúsinu á Ísafirði á þjóðhátíðardaginn. Sýningin er haldin til að fagna 80 ára lýðveldisafmæli þjóðarinnar og er sú fyrsta í röð sýninga sem marka samvinnu Listasafns Íslands og safna á landsbyggðinni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

FRAMTÍÐARFORTÍÐ 17.06 – 19.10 2024

Framtíðarfortíð Listasafns Íslands og Listasafns Ísafjarðar er fyrsta sýningin í röð sýninga sem marka samvinnu Listasafns Íslands og safna á landsbyggðinni. Sýningin verður opnuð á þjóðhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð, sem tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

OPNUN: Á VÍÐ OG DREIF

Listasafn Ísafjarðar býður gesti velkomna á opnun sýningarinnar Á VÍÐ OG DREIF föstudaginn 20. janúar kl.16.00 í sal safnsins á annari hæð Safnahússins. Listasafn Ísafjarðar býr yfir ágætri safneign sem telur um 180 verk. Hluti verkanna prýðir húsakynni ýmissa opinberra stofnanna í Ísafjarðarbæ þar sem þau hafa sum hver hangið á sínum stöðum í tugi ára. Mörg hver hafa lent í gini hversdagsins og horfið inn í undirmeðvitund almennings. Á þessari fyrstu sýningu ársins 2023 verða nokkur af verkunum færð í sviðsljósið á sýningu í sal Listasafnsins í Safnahúsinu. Sýningin er áminning um að líta upp úr amstri hversdagsins og njóta þess sem við eigum.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Rannveig Jónsdóttir ráðin til Listasafnsins

Rannveig Jónsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður Listasafns Ísafjarðar. Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Annað sjónarhorn / A different view

Föstudaginn 19. ágúst klukkan 16:30 opnar Soffía Sæmundsdóttir myndlistarmaður sýninguna Annað sjónarhorn á Listasafni Ísafjarðar í Safnahúsinu. Á sýningunni eru málverk á striga, tréplötur og pappír þar sem viðfangsefnið er landslag á Suðurlandi og aðrir áfangastaðir. Ferðir manneskjunnar skapa áhugaverðar tengingar. Áferð, rými og saga, persónuleg og almenn spila inn í upplifun verkanna.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Listasafnið fær gjöf frá Íslandsbanka

Fyrir breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka á síðasta ári var ákveðið á hluthafafundi að 203 listaverk í eigu bankans yrðu þjóðareign og afhent völdum söfnum um allt land. Meðal verkanna eru þjóðargersemar sem talið var mikilvægt að yrðu varðveitt til frambúðar hjá Listasafni Íslands en jafnframt horft til þess að fleiri söfn fengju notið þessarar gjafar.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Nr4 Umhverfing

Á komandi sumri opnar fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Sýningin ber heitið Nr4 Umhverfing og er hún sú fjórða í röðinni sem Akademía skynjunarinnar stendur fyrir, en áður hefur hún staðið fyrir sýningum á Sauðárkróki (2017), Fljótsdalshéraði (2018) og á Snæfellsnesi (2019). Auglýst var eftir þátttöku myndlistarmanna sem starfa í eða eiga rætur að rekja til þess landshluta sem er undir í hvert skipti. Ráðgert er að sýningin opni formlega 2. júlí 2022.

Lesa meira