Listasafn Ísafjarðar sýnir valin verk Sigrid Valtingojer úr safneign Listasafns ASÍ.
Sigrid Valtingojer (1935-2013) fæddist í Teplitz í Tékklandi en var búsett í Þýskalandi á árunum 1945-1961. Hún stundaði nám í Þýskalandi á árunum 1954-1958 en fluttist til Íslands árið 1961.
Lesa meira Við vekjum athygli á því að sýning Jean í sal Listasafns Ísafjarðar hefur verið framlengd til miðvikudagsins 31. október. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa fallegu sýningu.
Lesa meira Bandaríska listakonan Jean Larson opnar áhugaverða sýningu í sal Listasafn Ísafjarðar í Safnahúsinu á Ísafirði laugardaginn 8. september kl. 14. Verkin sýna náttúruna og hið manngerða umhverfi í nýju ljósi og hefur Jean gefið sýningunni heitið FÖNSUN. Hún segir að eitt það mest gefandi við að starfa sem listamaður sé að uppgötva óvænta fegurð á ólíklegustu stöðum. Listin sé svo oft spurning um sjónarhorn og hvernig augað skynji hið hversdagslega í umhverfinu. Að hennar sögn er innblásturinn að þessu verkefni mynstur og áferð löngu yfirgefinna bygginga sem grotna smám saman niður þar þær sameinast jörðinni að nýju. Hrundir veggir, mygluskellur, skærir litir ryðgaðs járns og skúptúrar yfirgefinna hluta sýna hvernig listin er sköpuð af náttúrunni sjálfri.
Lesa meira Við minnum á ljósmyndasýninguna Skeggjar í sal Listasafnsins. Hún hefur verið framlengd til laugardagsins 9. júní. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa skemmtilegu sýningu hans Gústa bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.
Lesa meira Það sem Safnahúsið geymir er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir í sal Listasafns Ísafjarðar. Þar getur að líta sitthvað sem söfnin í Safnahúsinu varðveita. Henni lýkur 23. mars næstkomandi.
Lesa meira