Safneign

sjávarhamrarSafnið býr yfir ágætum safnkosti sem telur um 200 verk og prýðir hluti þeirra húsakynni opinberra stofnana víða í bænum en annað er í geymslu. Hafin er undirbúningsvinna að nýrri skráningu á safneigninni og stefnt að því að hún verði hér aðgengileg almenningi.

Á stofndegi Listasafns Ísafjarðar ákvað stjórn Byggðasafns Vestfjarða að gefa safninu fyrsta verkið, málverk af Skutulsfirði eftir ísfirska listamanninn Kristján Helga Magnússon. Fyrstu verkin sem stjórn safnsins keypti voru tvö olíumálverk, önnur lítil mynd af sjávarhömrum eftir Þórarinn B. Þorláksson og hitt mynd frá Þingvöllum eftir Jóhannes Kjarval, keyptar á uppboði 4. nóvember 1965.

Starfsemi listasafnins með minnsta móti árin eftir aldarafmælið en stjórnin bætti þó jafnt og þétt við safnkostinn með kaupum á verkum. Árið 1967 taldi safnkosturinn 32 verk eftir ýmsa þekktustu listamenn þjóðarinnar auk nokkurra ísfirskra listamanna. Var safnkosturinn kominn í 50 verk árið 1971 og höfðu safninu borist veglegar gjafir á þessu tímabili þar sem hæst bar gjöf hjónanna Herdísar Þorvaldsdóttur og Gunnlaugs Þórðarsonar sem gáfu safninu fimm málverk eftir þjóðkunna listamenn. Þau höfðu líka, ásamt Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara, fært safninu að gjöf frummynd af höggmynd Ásmundar, Eva yfirgefur Paradís. Þá hafði Bjarnveig Bjarnadóttir gefið safninu þrjár myndir eftir bræðurna Ásgrím og Jón Jónsson.

NínatNæstu tvo áratugina hélt Jón Sigurpálsson úti sýningastarfsemi úr safneigninni í hinum ýmsu sölum bæjarins. Oft var erfitt að koma upp sýningum, þar sem engu fjármagni var úr að spila. Nokkrir af þeim listamönnum sem safnið keypti verk af í forstöðumannstíð hans voru til dæmis verk eftir Sigurð Guðmundsson, Karólínu Lárusdóttir, Kristján Guðmundsson, Ragnheiði Jónsdóttur, Hallgrím Helgason.

Jón sótti styrki beint í ráðaneytið og gat með því stækkað safneignina. Oft skaraðist starfsemi Slunkaríkis sem þá var staðsett í húsnæði Gallerí Úthverfu í dag. En safnið gat stundum keypt verk af sýningum Slunkaríkis. Fyrsta Nýlistaverkið var skúlptúr keyptur af sýningu Ingólfs Arnarsonar í Slunkaríki 1985.