Það sem Safnahúsið geymir

Það sem Safnahúsið geymir er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir í sal Listasafns Ísafjarðar. Þar getur að líta sitthvað sem söfnin í Safnahúsinu varðveita. Henni lýkur 23. mars næstkomandi.

Í sal Listasafns Ísafjarðar stendur yfir sýning á munum sem varðveittir eru í Safnahúsinu. Hér getur að líta listaverk í eigu listasafnsins, bækur bundnar í roð af bókasafninu, skjöl af skjalasafninu og ljósmynd af ljósmyndasafninu. Þá eru verk eftir Simson á sýningunni sem varðveitt eru í húsinu. Síðasti sýningardagur er föstudagurinn 23. mars. Á næstu helgi hefst svo undirbúningur að opnun sýningar Ágústar Atlasonar, bæjarlistamanns Ísafjarðar. Sýningin nefnist Skeggjar og opnar miðvikudaginn 28. mars.

Velja mynd