Lýsitexta vantar með mynd.

Listasafnið fær þrjú málverk að gjöf

Hörður Högnason færði nýverið Listasafn Ísafjarðar þrjú málverk að gjöf frá afkomendum Þórðar Jóhannssonar úrsmiðs og Kristínar Magnúsdóttur húsmóður sem bjuggu lengstum í Hafnarstræti 4 á Ísafirði. Um er að ræða tvö málverk eftir Jón Hróbjartsson og eitt málverk eftir Gunnar S. Gestsson. Öll verkin eru í góðu ásigkomulagi og mikill fengur fyrir safnið að eignast þau.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Tengingar - Helga Pálína Brynjólfsdóttir

TENGINGAR - sýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur textíllistakonu, opnar á morgun í sal Listasafns Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni. Helga Pálína hefur um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Kristín Þóra ráðin til Listasafns Ísafjarðar

Kristín Þóra Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður Listasafns Ísafjarðar. Kristín Þóra er með M. Art. Ed. í listkennslu frá Listaháskóla Íslands, B.A. gráðu frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og B.A. gráðu í grafískri hönnun frá sama skóla. Hún stundaði framhaldsnám við Fachhochschule Hamburg, Fachbereich Gestaltung og hefur lokið námi í ljósmyndun við Tækniskólann.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR - fyrirlestur

Sýningunni UNGUR TEMUR GAMALL NEMUR í Gallerí Úthverfu á Ísafirði fer senn að ljúka og þriðjudaginn 24. ágúst kl. 16 heldur sýningarstjórinn Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) fyrirlestur um sýninguna og rannsóknir henni tengdar í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu Eyrartúni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

VAKNING / AWAKENING

Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnar sýninguna Vakning í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni, föstudaginn 30. apríl kl 17:00 en síðasti sýningardagur er laugardagurinn 5. júní. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 12:00 – 18:00 og á laugardögum kl. 13:00 – 16:00. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir. / Guðrún Arndís Tryggvadóttir will open her exhibition Awakening at Ísafjörður Art Museum, Eyrartún in Ísafjörður on Friday, April 30th at 05:00 PM. Opening hours are 12:00 to 06:00 PM on weekdays and 01:00 to 04:00 PM on Saturdays. The exhibition is on display until June 5th. Curator is Inga Jónsdóttir.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Tíra – Bjargey Ólafsdóttir

Bjargey Ólafsdóttir sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu, Ísafirði. Sýningin opnar laugardaginn 6. mars og stendur til 17. apríl 2021. Sýningin verður opin virka daga kl. 12.00-18.00 og á laugardögum kl. 13.00-16.00. Bjargey verður með listamannaspjall við opnun sýningar sinnar og hefst það kl. 14.00.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Staldrað við - sýning á verkum Bryndísar G. Björgvinsdóttur

Föstudaginn 29. janúar 2021 kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Bryndísar Guðrúnar Björgvinsdóttur í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu á Ísafirði. Á sýningunni eru verk sem samanstanda af textíl, olíumálun og vatnslitun. Olíumálverkin eru unnin í skugga Covid-19 og þeirrar einangrunar sem henni fylgir. Sýna verkin vetrarstemmningu á Ísafirði með áherslu á liti hafs og umhverfis. Akrílverkin eru unnin með meiri hraða og viðfangsefnið mikið til útsýni listamannsins úr vinnuherberginu. Vatnslitamyndirnar á sýningunni sækja innblástur í göngutúra Bryndísar og reynir hún þar að fanga kyrrláta stemmningu og upplifun. Í textílverkunum er hafið viðfangsefnið þar er blandað saman akrýl og textíl.

Lesa meira