Tengingar - Helga Pálína Brynjólfsdóttir

TENGINGAR - sýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur textíllistakonu, opnar á morgun í sal Listasafns Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni. Helga Pálína hefur um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn

Á sýningunni kallar Helga Pálína með þráðum sínum fram nýjar tengingar í spýtum og steinum, hyllir náttúruna og söguna, umbreytir henni og víkkar sýn með indíánskri litadýrð og fíngerðu bróderíi. En sögurnar eru víðar, í gömlum myndum og heimildum, sem öðlast annað og nýtt líf. Fortíðin og framtíðin, hið harða og hið mjúka, hið kvenlæga og hið karllæga, djúp jarðar og húrrandi nútímatækni stíga hér leikandi dans.

The textile artist Helga Pálína Brynjólfsdóttir has for quite a while experimented with sewing into stones, bringing color to the beige shades of the tuff and to wood, old and new. She carves and drills, makes holes from the back and pierces the front. It is a new method, but also old, and a sculpture emerges, lines, angles, and stories.
Helga Pálína uses her thread to call out new connections in wood and stone, worships nature and history, transforms it and expands our views with an Indian splash of color and delicate embroidery. The past and the future, the hard and the soft, the feminine and the masculine, the deep of the earth and whirring modern techniques share the dance floor.

 

Velja mynd