Staldrað við - sýning á verkum Bryndísar G. Björgvinsdóttur
Föstudaginn 29. janúar 2021 kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Bryndísar Guðrúnar Björgvinsdóttur í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu á Ísafirði. Á sýningunni eru verk sem samanstanda af textíl, olíumálun og vatnslitun. Olíumálverkin eru unnin í skugga Covid-19 og þeirrar einangrunar sem henni fylgir. Sýna verkin vetrarstemmningu á Ísafirði með áherslu á liti hafs og umhverfis. Akrílverkin eru unnin með meiri hraða og viðfangsefnið mikið til útsýni listamannsins úr vinnuherberginu. Vatnslitamyndirnar á sýningunni sækja innblástur í göngutúra Bryndísar og reynir hún þar að fanga kyrrláta stemmningu og upplifun. Í textílverkunum er hafið viðfangsefnið þar er blandað saman akrýl og textíl.
Lesa meira