Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok "Tíðarandi í teikningum"

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Tíðarandi í teikningum. Sýningin byggir á frummyndum þekktra listamanna sem myndskreyttu námsbækur sem gefnar voru út af Ríkisútgáfu námsbóka og Námsgagnastofnun en myndirnar eru nú í eigu Menntamálastofnunar. Sjón er sögu ríkari en sumar þessara bóka voru kenndar í áratugi og náðu því til margra kynslóða nemenda. Siðasti opnunardagur er laugardagurinn 24. ágúst en sýningin er í sal Listasafnsins á 2. hæð.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Síðustu sýningardagar

Síðustu forvöð að sjá "Gísli Súrsson - teiknimyndasaga". Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar. Elfar Logi skrifar og Ómar Smári teiknar.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Listamannaspjall á Skírdag

Listasafnið verður opið á Skírdag kl. 14-16 en þá ætlar annar höfundur teiknimyndasögunnar um Gísla Súrsson að vera á staðnum og spjalla við gesti um tilurð sögunnar. Það verður heitt á könnunni en við vekjum athygli á því að önnur söfn hússins verða lokuð.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur af Ströndum hefur undanfarið rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma. Niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við listakonuna Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur sem teiknaði myndir fyrir sýninguna. Nú líður að lokum sýningarinnar í sal Listasafnsins, síðasti opnunardagur er laugardagurinn 2. mars

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok

Nú líður að lokum sýningar Listasafn Ísafjarðar á verkum Sigrid Valtingojer úr safneign Listasafns ASÍ. Sýðasti opnunardagur er fimmtudagurinn 31. janúar. Sýningin er opin á opnunartíma hússins, virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13-16.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Skessur sem éta karla

Sýning opnar í sal Listasafnsins í Safnahúsinu laugardaginn 2. febrúar kl. 14:00. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur af Ströndum hefur undan farið rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Mannát birtist einkum í íslenskum tröllasögum, þar sem átök kynjanna leika stórt hlutverk.

Lesa meira