Sýningarlok

Nú líður að lokum sýningar Listasafn Ísafjarðar á verkum Sigrid Valtingojer úr safneign Listasafns ASÍ. Sýðasti opnunardagur er fimmtudagurinn 31. janúar. Sýningin er opin á opnunartíma hússins, virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13-16.

Nú líður að lokum sýningar Listasafn Ísafjarðar á verkum Sigrid Valtingojer úr safneign Listasafns ASÍ. Sýðasti opnunardagur er fimmtudagurinn 31. janúar.

Sigrid Valtingojer (1935-2013) fæddist í Teplitz í Tékklandi en var búsett í Þýskalandi á árunum 1945-1961.  Hún stundaði nám í Þýskalandi á árunum 1954-1958 en fluttist til Íslands árið 1961 og vann við auglýsingateiknun fyrstu árin.  Sigrid lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 og kenndi við grafíkdeild skólans á árunum 1986-2001.  Hún var gestakennari og gestalistamaður við Kyoto Seika listaháskólann í Kyoto 1990 og stundaði framhaldsnám við Winchester School of Art í Barcelona 2001-2002.

Sigrid stofnaði eigið verkstæði og vann þar til dauðadags. Hún vann verk sín með mismunandi tækni og í Listasasafni ASÍ er að finna ætingar/akvatintur, dúkristur, tréristur, frottageverk, carbarundum og þurrnál. Sigrid var heimsborgari, ferðaðist mikið og sýndi verk sín víða erlendis, en hún hélt einnig fjölda einkasýninga hér á landi. Íslenskt landslag var uppspretta margra verka hennar, einnig voru umhverfis- og friðarmál henni hugleikin. 

Árið 2013 fékk Listasafn ASÍ afhent dánargjöf Sigrid Valtingojer, en hún arfleiddi safnið af öllum verkum sínum að sér látinni auk höfundarréttar. Í safninu eru um 300 grafíkverk, flest þeirra í nokkrum eintökum.

Velja mynd