Sýningarlok

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur af Ströndum hefur undanfarið rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma. Niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við listakonuna Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur sem teiknaði myndir fyrir sýninguna. Nú líður að lokum sýningarinnar í sal Listasafnsins, síðasti opnunardagur er laugardagurinn 2. mars

Nú líður að lokum sýningar á "Skessur sem éta karla". Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 2. mars.

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur af Ströndum hefur undanfarið rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Mannát birtist einkum í íslenskum tröllasögum, þar sem átök kynjanna leika stórt hlutverk. Þar segir oftast frá tröllskessum sem leggja sér karlmenn til munns og velta má fyrir sér hvað sagnirnar geta sagt okkur um samfélagið sem þær tilheyrðu.

Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma. Niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við listakonuna Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur sem teiknaði myndir fyrir sýninguna.

Við minnum á að húsið er opið virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13-16

Velja mynd