Síðustu sýningardagar
Síðustu forvöð að sjá "Gísli Súrsson - teiknimyndasaga". Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar. Elfar Logi skrifar og Ómar Smári teiknar.
Við minnum á að á morgun, laugardaginn 27. apríl, eru síðustu forvöð að skoða sýninguna "Gísli Súrsson – teiknimyndasaga". Sýningin er opin á opnunartíma hússins, virka daga kl. 12-18 og laugardag kl. 13-16.
Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar. Þeir félagar ætla að segja hina miklu Gísla sögu í tveimur teiknuðum bókum og fáum við að sjá helming fyrri bókar sem er í vinnslu, frá fyrstu skissum til teikninganna sem verða í bókinni. Áætlað er að í fyllingu tímans munu bækurnar koma út á mörgum tungumálum og fara sigurför um heiminn. Bernhild Vögel er þegar byrjuð að þýða verkið yfir á þýsku. Á sýningunni má einnig sjá sýnishorn af þeirri vinnu.
Ekki láta þessa skemmtilegu sýningu fara framhjá þér!