![](/datab_myndir/rjrep1.jpg)
Listamannaspjall á Skírdag
Listasafnið verður opið á Skírdag kl. 14-16 en þá ætlar annar höfundur teiknimyndasögunnar um Gísla Súrsson að vera á staðnum og spjalla við gesti um tilurð sögunnar. Það verður heitt á könnunni en við vekjum athygli á því að önnur söfn hússins verða lokuð.
Ómar Smári Kristinsson verður með spjall um gerð teiknimyndasögunnar um Gísla Súrsson í sal Listasafnsins á 2. hæð. Sýningin verður opin milli 14 og 16 en önnur söfn hússins verða lokuð á þessum tíma.
Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar. Elfar Logi skrifar og Ómar Smári teiknar. Að þeirra eigin sögn, þá vinnst verkið seint vegna þess að báðir listamennirnir sem að því standa hafa verið uppgötvaðir - bara ekki sem myndasögugerðarmenn. Það er semsagt meira en nóg að gera í listinni. Það er því meira en tímabært að leyfa fólki að sjá hvað þeir félagar hafa náð að gera til þessa.