Gísli Súrsson – teiknimyndasaga – ný sýning

Laugardaginn 30. mars kl. 14 verður opnuð ný sýning í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu. Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar.

Laugardaginn 30. mars kl. 14 verður opnuð ný sýning í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu.

Elfar Logi Hannesson og Ómar Smári Kristinsson eru að gera teiknimyndasögu sem þeir vinna upp úr Gísla sögu Súrssonar. Elfar Logi skrifar og Ómar Smári teiknar. Að þeirra eigin sögn, þá vinnst verkið seint vegna þess að báðir listamennirnir sem að því standa hafa verið uppgötvaðir - bara ekki sem myndasögugerðarmenn. Það er semsagt meira en nóg að gera í listinni. Það er því meira en tímabært að leyfa fólki að sjá hvað þeir félagar hafa náð að gera til þessa.

Þeir félagar ætla að segja hina miklu Gísla sögu í tveimur teiknuðum bókum og fáum við að sjá helming fyrri bókar sem er í vinnslu, frá fyrstu skissum til teikninganna sem verða í bókinni. Áætlað er að í fyllingu tímans munu bækurnar koma út á mörgum tungumálum og fara sigurför um heiminn. Bernhild Vögel er þegar byrjuð að þýða verkið yfir á þýsku.
Á sýningunni má einnig sjá sýnishorn af þeirri vinnu.

Sýningin stendur uppi 30. mars – 27. apríl og verður opin á opnunartímum hússins, virka daga kl. 12-18 og  laugardaga kl. 13-16.

Verið velkomin!
 

Velja mynd