![Lýsitexta vantar með mynd.](/datab_myndir/Afh3.jpg)
Listasafnið fær þrjú málverk að gjöf
Hörður Högnason færði nýverið Listasafn Ísafjarðar þrjú málverk að gjöf frá afkomendum Þórðar Jóhannssonar úrsmiðs og Kristínar Magnúsdóttur húsmóður sem bjuggu lengstum í Hafnarstræti 4 á Ísafirði. Um er að ræða tvö málverk eftir Jón Hróbjartsson og eitt málverk eftir Gunnar S. Gestsson. Öll verkin eru í góðu ásigkomulagi og mikill fengur fyrir safnið að eignast þau.
Lesa meira