Tíra – Bjargey Ólafsdóttir

Bjargey Ólafsdóttir sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu, Ísafirði. Sýningin opnar laugardaginn 6. mars og stendur til 17. apríl 2021. Sýningin verður opin virka daga kl. 12.00-18.00 og á laugardögum kl. 13.00-16.00. Bjargey verður með listamannaspjall við opnun sýningar sinnar og hefst það kl. 14.00.

Ljósmyndaserían

Tíra var unnin í vinnustofudvöl í Skaftfelli, Seyðisfirði sumarið 2008 og var fyrst sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2009 og síðar í Bronx River Art Center í New York og XYZ í Tokyo. Í kjölfarið var Tíra tilnefnd til tveggja alþjóðlegra ljósmyndaverðlauna: Deutsche Börse Photography Prize og The Godowsky Colour Photography Award. Tíra var sýnd í Skaftfelli, Seyðisfirði og í Þórsmörk í Neskaupsstað í fyrrasumar og er nú hér til sýnis í Listasafni Ísafjarðar.

Bjargey hefur undanfarin ár sýnt list sína hér heima og erlendis. Til að mynda á Listasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kunstverein Munich, KunstWerke Berlin, Galer

ia Traschi, Santiago Chile, Nútímalistasafninu í Stokkhólmi, Manifesta Foundation Amsterdam, XYZ Collective, Tokyo, Japan, The Moore Space Miami, Bandaríkjunum, Manifesta Foundation Amsterdam, Hollandi, Turku Biennale, Finnlandi, MEP, Paris, E-flux New York, WUK Kunsthalle, Vín, Austurríki, Tate Modern London, Palm Springs International film festival, Bandaríkjunum, Gothenburg Film Festival, Svíþjóð, Aix en Provence international short film festival, Frakklandi.

„Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Það má því líkja henni við alhliða hljóðfæraleikara því Bjargey

 fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar. Í þetta skipti er það einmitt ljósmyndin sem hún beinir athyglinni að.

Sýningin Tíra er samansafn táknmynda sem hafa ýmist orðið til í draumum listamannsins eða sprottið fram í vitund hans milli svefns og vöku. Bjargey hrífur

 áhorfandann með sér inn í heim þar sem fegurð og hið andlega ræður ríkjum; þar sem jafn ólík atriði og hönd guðs, fjöll, töfrakassi, álfaskírnarfontur, slæður og teikningar af háhæluðum skóm

 koma við sögu, böðuð í dularfullu ljósi og fjölskrúðugum litum. Þrátt fyrir að hún haldi hér áfr

am að kanna lendur töfraraunsæis og súrrealisma eins og í fyrri verkum sínum, þá beinir Bjargey ekki sjónum sínum að manneskjunni sem slíkri heldur leitast fremur við að ljósmynda tilfinningu sem hefur fundið sér farveg í ofangreindum atriðum. Þar af leiðandi er sýningin ekki bundin saman af eiginlegum söguþræði heldur er eins konar flæði þar sem hægt er að gleyma stað og stund svífa um í tímaleysi eða algleymi.

Tíra fleygir áhorfandanum inn í hringiðu þar sem hugtök eins og dáleiðsla, heilun og sálnaflakk ráða ríkjum í heimkynnum sköpunar og innblásturs. Þessum heimi hins ósýnilega og andlega stillir Bjargey fram sem meðali gegn óhófi efnishyggjunnar sem hefur verið einkennandi lífsviðhorf á okkar dögum og beinir sjónum fólks að því að landamæri raunveruleikans eru kannski fremur fljótandi heldur en bein lína. Markmiðið er göfugt; hún leitast við að ljósmynda hið yfirnáttúrulega – jafnvel sjálfan guð. Og er hægt að ljósmynda hann og má það yfirhöfuð? Eins og Bjargeyju er eiginlegt í sinni listrænu vinnu þá gengur hún að viðfangsefninu fordómalaus og af einlægni og ekki hvað síst ljær því húmor og leik. Hvort sem guð er að finna í töfrakassanum, hvort sem hann er ljósgeisli innan um slæður í forgrunni fjallalandslags eða jafnvel inni í háhæluðu skónum, minnir Tíra okkur á taka eftir að lífsins dásemdir búa í huganum en eru hverfular í hendi …“ (Jóhanna G. Árnadóttir)

Bjargey sýnir ennfremur um þessar mundir í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Sýningin ber heitið Rófurass og stendur til 23. maí næstkomandi.

https://listasafnarnesinga.is/la-art-museum/syningar/rofurass/

www.bjargey.com/

Tíra / Scintilla – Bjargey Ólafsdóttir

Bjargey Ólafsdóttir is exhibiting her photoseries Tíra / Scintilla  in Ísafjörður Art Museum, Safnahúsið, Ísafirði from the 6th of March throughout 17th of April 2021. The exhibition is open on weekdays between 12.00 - 18.00 and on saturdays from 13.00 - 16.00.

Bjargey Ólafsdóttir lives and works in Reykjavík. She studied photography, painting and mixed media at Iceland Academy of the Arts, Reykjavík and Academy of Fine Arts Helsinki, and she studied Screenwriting and Directing in Binger Filmlab, Amsterdam. Bjargey’s practice is not confined to a single medium as each of her projects calls for a different tool: photography, film, sound art, performance and drawing.

Bjargey shoot her photoseries Scintilla in Seyðisfjörður in the east of Iceland in the summer of 2008. Scintilla was first exhibited in The Reykjavík Museum of Photography in 2009 and later in The Bronx River Art Center in New York and in XYZ in Tokyo. For her photo series Scintilla Bjargey was nominated for the Deutsche Börse Photography prize and the Godowski Colour photography Award. Scintilla was exhibited in Skaftfell in Seyðisfjörður and in Þórsmörk in Neskaupsstað in the summer of 2020 and is now on show here in The Ísafjörður Art Museum.

Bjargey Ólafsdóttir’s work has been shown internationally in numerous exhibitions and festivals, such as The Reykjavík Art Museum, The Reykjavík Museum of Photography, Kunstverein Munich, KunstWerke Berlin,Germany, Galeria Traschi, Santiago Chile, Moderna Museet Stockholm, Sweden, The Moore Space Miami, USA, Manifesta Foundation Amsterdam, Netherlands, Turku Biennale, Finland, MEP, Paris, E-flux New York, WUK Kunsthalle, Vienna, Austria, Tate Modern London, Palm Springs International film festival, USA, Gothenburg Film Festival, Sweden, Aix en Provence international short film festival, France.

“The art of Bjargey Ólafsdóttir is not confined to a single medium – she picks the medium she feels is most apt for each concept. Thus she may be likened to a versatile musician who has mastered many instruments, as Bjargey works in film, sound art, performance art, drawing, painting and photography. In this case she has opted for photography. 

The exhibition Scintilla is a collection of symbols which have come into being, either in the artist’s dreams, or have sprung into her consciousness between sleeping and waking. Bjargey takes the observer with her into a world where beauty and the spiritual reign; where such diverse subjects as the hand of God, mountains, a magic box, an elven baptismal font, scarves and drawings of high-heeled shoes play a role, bathed in a mystical light and gaudy colour. While Bjargey is here continuing to explore the territory of magical realism and surrealism, as in her prior work, she does not focus on the individual as such – she seeks to photograph sensations which are expressed in these objects. Thus the exhibition is not bound together by a specific narrative, but by a sort of flow, where one can forget time and place, and drift into timelessness or oblivion.

Scintilla propels the observer into a maelstrom under the sway of concepts such as trance, healing and transmigration of souls, in the territory of creation and inspiration. Bjargey puts forward this world of the invisible and spiritual as an antidote to the materialistic excesses of present-day lifestyles, pointing out to us that the boundaries of reality may be fluid rather than a straight line. The objective is a noble one: she seeks to photograph the supernatural – even God himself. And is it possible to photograph Him? Or even permissible? In her art, Bjargey instinctively approaches the subject honestly and without preconceptions and – not least – imbues it with humour and playfulness. Whether God is in the magic box; whether he is a ray of light among the scarves in the foreground of a mountain landscape; whether, even, he is inside the high-heeled shoes, Scintilla reminds us to observe that the joys of life reside in the mind, but are ephemeral…” (Jóhanna G. Árnadóttir)

Bjargey is currently showing new works in Listasafn Árnesinga, Hveragerði. The exhibition is titled Rófurass and is open until the 23d of May 2021.

https://listasafnarnesinga.is/la-art-museum/syningar/rofurass/

www.bjargey.com

Velja mynd