Skeggjar - sýningin framlengd
Við minnum á ljósmyndasýninguna Skeggjar í sal Listasafnsins. Hún hefur verið framlengd til laugardagsins 9. júní. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa skemmtilegu sýningu hans Gústa bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.
Ljósmyndasýning bæjarlistamannsins Ágústar G. Atlasonar hefur verið framlengd til 9. júní. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa skemmtilegu sýningu.
Listamaðurinn segir frá sjálfum sér með þessum orðum:
Ég útskrifaðist sem ljósmyndari frá Medieskolerne í Viborg í Danmörku í ágúst árið 2015. Ég er líka lærður margmiðlunarhönnuður og hef fengist við vefhönnun og almenna tölvuhönnun í mörg ár. Allt frá æsku hef ég stundað ljósmyndun. Afi minn, Guðmundur Sveinsson, gaf mér mína fyrstu myndavél þegar ég var ungur að árum og kenndi mér að nota hana. Áhugasvið mitt innan ljósmyndunar er vítt og finnst mér flestir krókar hennar skemmtilegir að fást við. Það eru forréttindi að fá að starfa við það sem manni þykir skemmtilegast að gera og vona ég að árangurinn af því sjáist á sýningunni.