![](/upload/lista/framtidarfortid.jpg)
FRAMTÍÐARFORTÍÐ 17.06 – 19.10 2024
Framtíðarfortíð Listasafns Íslands og Listasafns Ísafjarðar er fyrsta sýningin í röð sýninga sem marka samvinnu Listasafns Íslands og safna á landsbyggðinni. Sýningin verður opnuð á þjóðhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð, sem tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.
Yfirskrift sýningarinnar Framtíðarfortíð (2023) er fengin úr heiti á myndlistarverki eftir Kristin E. Hrafnsson. Í hluta verksins má lesa setninguna Framundan: endalaus fortíð. Stafagerðin gefur til kynna að hún sé skrifuð af barni sem er nánast við upphaf ævinnar. Að baki: endalaus framtíð er annar hluti þessa sama verks og lokar sýningunni. Sú setning er rituð af gamalli, þjálfaðri hendi sem er að ljúka sinni lífsgöngu. Setningarnar í verkinu eru skrifaðar af raunverulegum manneskjum, hvorri á sínum enda ævinnar. Hver erum við? má spyrja. Erum við þau sömu ævina á enda?
Sýningin er haldin til að fagna 80 ára lýðveldisafmæli þjóðarinnar. Valin hafa verið verk úr safneign Listasafns Íslands eftir listamenn sem velta fyrir sér hugtökum eins og sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðar og hvað það þýðir að vera þjóð. Er þjóðin sú sama nú og hún var fyrir 80 árum? Breytist hún eins og manneskjan breytist á æviskeiði sínu?
Á sýningunni verður meðal annars verk eftir Ólöfu Nordal en hún hefur beint sjónum að íslenskri menningu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Í verkaröðinni Das Experiment Island (2012) dregur hún fram í dagsljósið umfangsmikið lífsýnasafn dr. Jens Pálssonar (1926–2002), prófessors við Háskóla Íslands, sem stundaði mannfræðilegar rannsóknir á lifandi Íslendingum á síðari hluta 20. aldar.
Með myndbandsverkinu Nýlendan (2003) eftir Ragnar Kjartansson má segja að annar tónn sé sleginn á sýningunni. Þar sést hvernig Íslendingurinn, sem leikinn er af listamanninum sjálfum, er húðstrýktur af dönskum draugfullum nýlenduherra.
Höggmyndin Höfrungahlaup (1983) eftir Ragnar Kjartansson eldri sýnir börn að leik og dregur athygli áhorfandans að svæðinu fyrir utan safnið þar sem annað verk eftir sama höfund er staðsett, Minnisvarði ísfirskra sjómanna. Verkið var vígt fyrir 50 árum, þjóðhátíðarárið 1974, og sýnir tvo sjómenn, annan ungan en hinn gamlan, að draga vörpu. Á undirstöðu minnisvarðans má lesa: „Til heiðurs þeim sem horfnir eru. Til heilla þeim sem halda á mið.“ Í verkinu og á sýningunni í heild sinni má oft sjá þessa tvo póla mætast; framtíð, fortíð – framtíðarfortíð.
FUTUREPAST
The name of the exhibition FuturePast (2023) references a work of art by Kristin E. Hrafnsson (b. 1960). Part of that work features the following words: Framundan: endalaus fortíð/Ahead: endless past. The lettering indicates that it has been written by a small child. Another part of the same work is Að baki: endalaus framtíð/ Behind: endless future, which concludes the exhibition. In this case the lettering has been written by an aged but skilled hand towards the end of a lifetime. The sentences are written by real people, at opposite ends of their lives. Who are we? may be asked. Are we the same people all our lives? The exhibition is held on the occasion of the 80th anniversary of the foundation of the Republic of Iceland. Works have been selected from the collection of the National Gallery of Iceland, by artists who address such concepts as autonomy and national identity, and what it means to be a nation. Is the nation the same now as it was 80 years ago? Does it change, as a person changes over the course of their life?
The exhibition includes, for instance, works by Ólöf Nordal (b. 1961), who has turned her attention to Icelandic culture and Icelanders‘ national identity. In her series Das Experiment Island (2012) she scrutinises an extensive collection of tissue samples collected by Dr. Jens Pálsson (1926–2002), a professor at the University of Iceland, who pursued anthropological research on living Icelanders in the latter half of the 20th century.
The video work Nýlendan/Colony (2003) by Ragnar Kjartansson (b. 1976) may be said to strike a different note in the exhibition: we see an Icelander, played by the artist himself, being flogged by a drunken Danish colonial ruler.
The sculpture Höfrungahlaup/Leapfrog (1983) by Ragnar Kjartansson (1923-88) shows children at play; it draws the observer‘s attention to the area outside the building, where another work by the same artist is on display: Memorial to Ísafjörður Mariners. The work was consecrated 50 years ago, in 1974. It depictstwo mariners, one young, the other old, hauling in a fishing net. On the plinth isthe inscription: “In memory of those who are lost. In honour of those who sail outto the fishing grounds.“ In this work, and in the FuturePast exhibition as a whole, these two opposites often come together: future, past – futurepast.
The exhibition FuturePast, held by the National Gallery of Iceland and the Ísafjörður Art Museum, is the first in a series of shows held in collaboration by the National Gallery and regional art centres. The exhibition will open on NationalDay, 17 June, which was chosen because it was the birthday of Jón Sigurðsson(1811–1879), leader of Iceland’s campaign for self-determination in the 19th century.He was born at Hrafnseyri in the West Fjords, now part of the Ísafjörður municipality.