OPNUN: Á VÍÐ OG DREIF
Listasafn Ísafjarðar býður gesti velkomna á opnun sýningarinnar Á VÍÐ OG DREIF föstudaginn 20. janúar kl.16.00 í sal safnsins á annari hæð Safnahússins. Listasafn Ísafjarðar býr yfir ágætri safneign sem telur um 180 verk. Hluti verkanna prýðir húsakynni ýmissa opinberra stofnanna í Ísafjarðarbæ þar sem þau hafa sum hver hangið á sínum stöðum í tugi ára. Mörg hver hafa lent í gini hversdagsins og horfið inn í undirmeðvitund almennings. Á þessari fyrstu sýningu ársins 2023 verða nokkur af verkunum færð í sviðsljósið á sýningu í sal Listasafnsins í Safnahúsinu. Sýningin er áminning um að líta upp úr amstri hversdagsins og njóta þess sem við eigum.
Ljósmynd af verkinu Morgunstund eftir Kristján Davíðsson
OPNUN: Á VÍÐ OG DREIF
20.01 – 25.03 2023
Valin hafa verið sex málverk eftir fjóra þjóðþekkta listamenn síðustu aldar: Jóhannes S. Kjarval, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson og Nínu Tryggvadóttur ásamt einum skúlptúr eftir hugmyndalistamanninn Kristján Guðmundsson. Innbyrðis eru listamennirnir ólíkir en samtenging verkanna er óhlutbundin myndbygging þar sem skúlptúr Kristjáns Guðmundssonar myndar brú frá liðnum tíma inn í samtímann.
Sýningarstjóri er Rannveig Jónsdóttir.
Aðgangur ókeypis
///
OPENING: SCATTERED
20.01 – 25.03 2023
Ísafjörður Art Museum invites you to attend the opening of the exhibition SCATTERED, Friday January 20th at 4PM on the second floor of Eyrartún Culture House.
Ísafjörður Art Museum has a fine collection of around 180 works. Some of the works can be seen adorning the walls of public buildings in Ísafjörður. They have been hanging in their places for many years, and many of them have fallen into the gin of everyday life and disappeared into the public's subconscious. In this first exhibition of 2023, some of the works will be brought to the spotlight in an exhibition. The exhibition will serve as a reminder to look up from the hustle and bustle of everyday life and enjoy what we have.
In the exhibition you will see 6 paintings by 4 artists of the last century; Jóhannes S. Kjarval, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson and Nína Tryggvadóttir together with one sculpture by the conceptual artist Kristján Guðmundsson. The artists are different from each other, but the red thread between all of the works is their moderately abstract composition where Kristján Guðmundsson's sculpture forms a bridge from the past into the present.
Rannveig Jónsdóttir, Exhibition Curator
Free entry
Ísafjörður Art Museum is funded by Ísafjarðarbær