OPNUN: Á VÍÐ OG DREIF
Listasafn Ísafjarðar býður gesti velkomna á opnun sýningarinnar Á VÍÐ OG DREIF föstudaginn 20. janúar kl.16.00 í sal safnsins á annari hæð Safnahússins. Listasafn Ísafjarðar býr yfir ágætri safneign sem telur um 180 verk. Hluti verkanna prýðir húsakynni ýmissa opinberra stofnanna í Ísafjarðarbæ þar sem þau hafa sum hver hangið á sínum stöðum í tugi ára. Mörg hver hafa lent í gini hversdagsins og horfið inn í undirmeðvitund almennings. Á þessari fyrstu sýningu ársins 2023 verða nokkur af verkunum færð í sviðsljósið á sýningu í sal Listasafnsins í Safnahúsinu. Sýningin er áminning um að líta upp úr amstri hversdagsins og njóta þess sem við eigum.
Lesa meira