
HULDUKONUR OG FRAMTAKSRADDIR
Viðburður í tilefni af lokum sýningar um Kristínu Þorvaldsdóttur (1870–1944), Ísfirska huldukonan, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00 í Safnahúsinu á Ísafirði.
HULDUKONUR OG FRAMTAKSRADDIR
Safnahúsið Ísafirði | 12. apríl 2025 | Kl. 14:00–15:00 | 2. hæð, lessalur.
Fyrirlestrar fara fram á íslensku
Aðgangur ókeypis
Viðburður í tilefni af lokum sýningar um Kristínu Þorvaldsdóttur (1870–1944), Ísfirska huldukonan, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00 í Safnahúsinu á Ísafirði.
„Huldukonur og framtaksraddir“ er yfirskrift viðburðar sem samanstendur af þremur erindum sem fjallað um líf, menntun og aðstæður kvenna við aldamótin 1900. Ljósi er beint að ísfirsku listakonunni Kristínu Þorvaldsdóttur sem þrátt fyrir góða menntun og listræna hæfileika starfaði að mestu utan sviðsljóssins og hlaut takmarkaða viðurkenningu á sínum tíma.
Dagskrá:
• Guðfinna Hreiðarsdóttir: Læknisfjölskyldan á Ísafirði
• Rannveig Jónsdóttir: Kristín Þorvaldsdóttir, ísfirska huldukonan
• Arneiður Steinþórsdóttir: Staða kvenna og tækifæri til menntunar í kringum aldamótin 1900
-----
Læknisfjölskyldan á Ísafirði I Guðfinna Hreiðarsdóttir
Þorvaldur Jónsson (1837–1916) gegndi embætti héraðslækns á Vestfjörðum 1863–1900. Hann settist að á Ísafirði haustið 1863 og bjó þar alla tíð síðan. Skömmu eftir komuna til Ísafjarðar giftist hann Þórunni Jónsdóttur (1842–1912) og eignuðust þau sjö börn, öll fædd og uppalin á Ísafirði. Í erindinu verður sagt frá læknisfjölskyldunni, umhverfi hennar og tíðaranda á seinni hluta 19. aldar.
Kristín Þorvaldsdóttir, ísfirska huldukonan I Rannveig Jónsdóttir
Kristín Þorvaldsdóttir (1870–1944) fæddist og ólst upp á Ísafirði. Hún var vel menntuð í myndlist og átti að baki lengra nám erlendis en flestar aðrar konur á sínum tíma. Aðstæður hennar voru á margan hátt hentugar til þess að hún gæti helgað sig listsköpun – hún var ólofuð, fjárhagslega sjálfstæð og bjó yfir miklum hæfileikum. Þrátt fyrir það urðu siðferðilegar skyldur og viðteknar venjur þess tíma til þess að hún helgaði sig ekki listinni. Í erindinu verður fjallað um ævi hennar, tilurð yfirlitssýningar í Listasafni Ísafjarðar og velt upp spurningum um möguleg næstu skref í umfjöllun og varðveislu verka hennar.
Staða kvenna og tækifæri til menntunar í kringum aldamótin 1900 I Arnheiður Steinþórsdóttir
Seinni hluti 19. aldar var tími mikilla umbreytinga þegar kemur að stöðu og menntun kvenna í íslensku samfélagi. Heimurinn var smám saman að opnast og mikilvægi fræðslu og menntunar jókst. Á sama tíma var áhersla lögð á kvenlegar dyggðir og hlutverk kvenna innan heimilisins sem oftar en ekki hafði mótandi áhrif á þá menntun sem konum stóð til boða. Í erindinu verða námsár og ferill Kristínar Þorvaldsdóttur sett í samhengi við stöðu kvenna á þessum tíma og þá togstreitu sem gat falist í því að vera aldamótakona í íslenskri myndlist.
---
Kynningarmyndin er samsett úr verki í eigu Borghildar Þórisdóttur, sem sýnir Neðstakaupstað á Ísafirði, og mynd af Kristínu úr safni Ljósmyndasafnsins á Ísafirði.
Allir velkomnir – létt hressing í boði