
Örnámskeið - Ævintýraheimur myndskreytinga
Ævintýraheimur myndskreytinga er örnámskeið í myndskreytingum haldið af Listasafns Ísafjarðar. Verkefnið er hluti af Púkanum, barnamenningarhátíð
Ævintýraheimur myndskreytinga
Námskeiðið fer fram dagana 5.–6. apríl í Safnahúsinu við Eyrartún, kl. 13:00–15:00. Það er ætlað börnum á miðstigi grunnskóla og byggir á vinnubrögðum Ásgríms Jónssonar, sem var fyrstur til að myndgera álfa, tröll og drauga úr íslenskum þjóðsögum.
Námskeiðið fer fram í nýuppgerðu fjölnotarými í Safnahúsinu við Eyrartún og verður allt efni innifalið. Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 börn, skráning fer fram á netinu og er þátttaka ókeypis.
Kennarar:
Nína Ivanova, myndlistarkona – leiðbeinandi
Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðingur – upplesari
Rannveig Jónsdóttir, listamaður og verkefnastjóri Listasafns Ísafjarðar – aðstoð
Skráning opnar 20.03.2025. Ýtið á þennan link til að fara á skráningarsíðu:
🔗 https://forms.gle/PB8eRmZCXeSPKBkn9
UM NÁMSKEIÐIÐ
Námskeiðið Ævintýraheimur myndskreytinga fer fram dagana 5.–6. apríl í Safnahúsinu við Eyrartún. Það byggir á tveimur teikningum úr safneign Listasafns Ísafjarðar eftir Ásgrím Jónsson, sem eru innblásnar af ævintýrunum Skessan á Steinnökkvanum og Sagan af Mjaðveigu.
Námskeiðið er ætlað börnum á miðstigi grunnskóla og byggir á vinnubrögðum Ásgríms Jónssonar, sem var fyrstur til að myndgera álfa, tröll og drauga úr íslenskum þjóðsögum. Hann var brautryðjandi í myndskreytingum þjóðsagna, sem birtust fyrst á sýningum og í bókum á fyrri hluta 20. aldar, einkum á árunum 1900–1940. Þótt íslensk náttúra hafi verið hans helsta viðfangsefni í upphafi, hóf hann snemma að sækja sér efnivið í þjóðsögur og ævintýri sem höfðu ekki verið myndskreytt áður.
Nemendur munu skoða tvö verk úr safneign safnsins og kynnast þjóðsagnamyndum Ásgríms í gegnum bókina Korriró og Dillidó – Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar, sem inniheldur myndir af verkum hans.
DAGSKRÁ:
🔹 Fyrri dagur: Kennarinn kynnir vinnubrögð Ásgríms og deilir eigin reynslu af myndskreytingum. Hún veitir börnunum innblástur og leiðbeinir þeim við að myndskreyta sögur eða búa til sínar eigin myndasögur. Nemendur fá síðan frjálsan tíma til skapandi vinnu.
🔹 Seinni dagur: Arnheiður Steinþórsdóttir les upp vestfirska þjóðsögu, sem börnin nota sem grunn að lokaverkefni sínu – eigin myndskreytingu. Í lok námskeiðsins fá nemendur að hengja upp verk sín á sýningu í safnahúsinu. Sýningin mun standa frá apríl til júní 2025.
Um kennarann:
Nína Ivanova er sjálfstæð myndlistarkona búsett á Ísafirði. Hún er fædd í Moskvu, Rússlandi, og hefur unnið við myndskreytingar í bókum ásamt hugmyndalist, innsetningum og vatnslitamyndum. Frá árinu 1989 hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið um tíu einkasýningar í Moskvu, Amsterdam, Hannover, Berlín, Köln, Bremen, Reykjavík og á Ísafirði.
DO YOU NEED INFORMATION IN ANOTHER LANGUAGE?
NOTE. Contact Rannveig Jónsdóttir, coordinator, if you need information about the workshop in English or in another language.
NOTATKA skontaktuj się z Rannveig Jónsdóttir, kierownikiem projektu, jeśli chcesz uzyskać informacje o projekcie w języku polskim lub innym języku.
Tel: +354 8679482
email: rannveigj@isafjordur.is