Villivalli

Villi Valli (1930 - 2024)

Í safneign Listasafns Ísafjarðar eru varðveittar tvær teikningar eftir Villa Valla sem má sjá á gangi safnahússins út janúar.

Villivalli2

Með hlýhug minnumst við Vilbergs Valdal Vilbergssonar (Villa Valla), sem borinn var til grafar, laugardaginn 14. desember 2024. Í safneign Listasafns Ísafjarðar eru varðveittar tvær teikningar eftir hann, sem sýna Austurveg og Hafnastræti á Ísafirði árin 1979 og 1980. Myndirnar, sem voru keyptar af sýningu hans á Bókasafninu árið 1980, bera vitni um hversu fjölhæfur listamaður hann var. Á gangi safnahússins verða myndirnar til sýnis út janúar.

Við sendum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Velja mynd