Sýningarrými

Sýningarsalur

salur1

Sýningarsalur Listasafns Ísafjarðar er staðsettur á annarri hæð í Safnahúsinu við Eyrartún, til vinstri þegar komið er upp stigann.

Við inngang sýningarsalarins er lítið anddyri með lyftu til vinstri og gangi að snyrtingu. Á móti ganginum er veggur sem nýtist vel fyrir sýningar, auk hurðar sem leiðir að herbergi bókasafnsins, þar sem listaverkabækur eru meðal annars til sýnis.

Bogadregið hurðarop opnar inn í salinn sjálfan, sem býður upp á bjart og opið rými með stórum gluggum sem hleypa inn náttúrulegri birtu. Til að tryggja varðveislu viðkvæmra verka, svo sem ljósmynda, er hægt að setja upp sérstakar UV-gardínur í gluggana eftir þörfum. Sýningarsalurinn er 54 fermetrar að stærð og mælist 600 cm á breidd og 900 cm á lengd

Gangur augað