Allt mögulegt I Anything Possible
–Einkasýning Sigurðar Atla Sigurðssonar I Sigurður Atli Sigurðsson Solo Exhibition. Sýningarsalur Listasafns Ísafjarðar, 2. hæð t.v. Safnahúsinu við Eyrartún. Þér og þínum er boðið að vera við opnun sýningarinnar Allt mögulegt, föstudaginn 25. október 2024, kl. 17:00 í sýningarsal Listasafni Ísafjarðar á 2. Hæð t.v. í Safnahúsinu við Eyrartún. Sýningin er hluti af menningar- og listahátíðin Veturnóttum á Ísafirði sem fer fram dagana 24.-27. október. Boðið verður upp á léttar veitingar og verður listamaðurinn viðstaddur opnunina.
"Ég er mjög upptekinn af því hvernig litir og form birtast okkur í öllu sem við sjáum. Ég get ímyndað mér að ungabörn sjái heiminn á áhugaverðan hátt sem flæði af litum, formum og áferðum. Þegar við eldumst mótum við okkur hugmyndir um hvernig hlutir eigi að líta út. Fyrir þessa sýningu langaði mig að gera verk sem byggja á raunverulegum hlutum eins og þeir birtast okkur. Þetta eru þannig séð frekar ómerkilegir hlutir; byggingavörur, aukahlutir í raftæki, eldhúsáhöld o.s.frv. sem mynda símynstur. Frá vissum sjónarhornum geta þessir hversdagslegu aukahlutir leitt hugann í óravíddir."
Verk Sigurðar Atla, svo sem Frelsi og Sætaskipan, setja fram kunnugleg myndræn kerfi og bjóða áhorfendum að gera upp við sjálf sig hvað þau standi fyrir. Verkum Sigurðar hefur verið líkt við konkret ljóð; "Í þessum skilningi líkjast verk hans konkret ljóðum, í samtalinu milli stærða, hvernig svo litlar upplýsingar á blaði geti staðið fyrir rými, líkama eða hlut." (Joe Keys, Sena, sýningarskrá, 2024) Verkin eiga það sameiginlegt að vera formhrein og einföld og vinna með það sem mætti kalla grunneiginleika grafíkur; lagskiptingu og endurtekningu, þó að þau séu unnin í aðra miðla. Verkin á sýningunni eru unnin með UV-bleksprautuprenti og silkiþrykki í bland við olíumálningu og olíupastel. Þau standa á mörkum prentverks og málverks, raunveruleikans og hins ímyndaða.
--
Sigurður Atli Sigurðsson (f.1988) er þekktur fyrir formhrein verk sem skoða þau mynstur sem móta mannleg samskipti. Verk hans taka á sig form stórra myndaraða og innsetninga sem taka yfir sýningarrýmið. Á ferli sínum hefur Sigurður Atli unnið með ýmsar grafískar prentaðferðir og fengist við útgáfu bókverka. Árið 2015 stofnaði hann Prent & vini ásamt Leifi Ými, saman hafa þeir unnið með fjölda listamanna að prent- og bókverkum. Um svipað leyti hóf Sigurður Atli að kenna við Listaháskóla Íslands og sá um grafíkverkstæði skólans um nokkurra ára skeið. Sérþekking hans á þessu sviði hefur leitt hann til að halda sýningar og stýra sýningum víða um heim, nýlega á Museum of Contemporary Art Tokyo, Listasafninu á Akureyri og Listasafni Íslands.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði
Anything Possible
"I am very interested in how colors and shapes appear to us in everything we see. I can imagine that infants see the world in an interesting way as a flow of colors, shapes, and textures. As we grow older, we form ideas about how things should look. For this exhibition, I wanted to create works based on real objects as they appear to us. In that sense, these are rather unremarkable objects: construction materials, accessories for electronics, kitchen utensils, etc., which form continuous patterns. From certain perspectives, these everyday accessories can lead the mind into vast dimensions."
Sigurður Atli’s works, such as Freedom and Seating Arrangement, present familiar visual systems and invite viewers to decide for themselves what they stand for. Sigurður’s works have been compared to concrete poetry: "In this sense his work relates to concrete poetry, in the dialogue between dimensions, how such little information on a page can represent a space, a body or an object." (Joe Keys, Sena, exhibition catalog, 2024) His works share a common feature of being clean and simple in form, engaging with what might be called the basic fundamental elements of printmaking: layering and repetition, although they are created using other media. The works in the exhibition are made with a combination of UV inkjet printing, screen printing, oil painting and oil pastels. They blur the line between printmaking and painting, between reality and imagination.
--
Sigurður Atli Sigurðsson (b. 1988) is known for works that explore the patterns shaping human interactions. He often works with large series of artworks and installations that take over the exhibition space. Throughout his career, Sigurður Atli has worked with various techniques in printmaking. In 2015, he co-founded Print & Friends with Leifur Ýmir, and together they have collaborated with numerous artists on editioned work and artist books. Around the same time, Sigurður Atli began teaching at the Iceland University of the Arts, overseeing the school’s printmaking workshop for several years. His expertise in this field has led him to exhibit and curate shows worldwide, most recently at the Museum of Contemporary Art Tokyo, Akureyri Art Museum, and the National Gallery of Iceland.
The exhibition is funded by the Icelandic Art Fund