Marga Fjöruna sopið

Þér og þínum er boðið að vera við opnun sýningarinnar, Marga fjöruna sopið, miðvikudaginn 23. október 2024, kl. 17:00 á stigagangi Safnahússins við Eyrartún. Sýningin er hluti af menningar- og listahátíðin Veturnóttum á Ísafirði sem fer fram dagana 24.-27. október. Boðið verður upp á léttar veitingar og verður listamaðurinn viðstaddur opnunina.

Marga fjöruna sopið

Marga fjöruna sopið er orðatiltæki sem táknar visku og þroska af fenginni reynslu. Sjórinn brotnar á mjúkum líkama hennar, þrýstist í sandinn, seytlar gegnum yfirborðið og gleypir strandlengjuna. Rís, breiðir úr sér, skarast. Það sem leynist undir yfirborðinu mun birtast. Breytt. Opinberað. Blautt. Höfuð stendur upp úr vatninu. Sólargeislar skína á hálflokuð augun þar sem hún horfir upp úr bláum boga sem skiptir líkama hennar í tvennt. Kampavín í krystal. Sætar búbblur leita á sprungnar varir. Saltur andvari finnur bragðið af hlátri. Lífinu fagnað með sopa. Fyrir neðan sparka fætur gegn þungu, sleikjandi salti. Gamalt sár stingur. Enginn tími til að stoppa. Ljósgeisli liðast í gegnum vatnið. Spegilmynd brostinna brosa leitar augna til að blinda. Öðruvísi sjón til að lifa af. Fjör í myrkrinu.

--

ÓLÖF Dómhildur (1981) útskrifaðist af myndlistarbraut frá Listaháskólanum í Reykjavík árið 2006, af ljósmyndabraut frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2008 og í Hagnýtri menningarmiðlun 2015. Ólöf Dómhildur hefur unnið mikið með ljósmyndina sem miðil og í verkum sínum skoðar hún staðalímyndir og kynjaðar samfélagshugmyndir.

Many a Beach Sipped

Literal translation of the title: “many a beach sipped,” akin to the English, “many a storm weathered.” An idiom signifying wisdom gained through experience

You are invited to the opening of the exhibition Many a beach Sipped on Wednesday, October 23, 2024, at 17:00 on the staircase of the Cultural House at Eyrartún and is part of the Culture and Arts Festival Winternigths in Ísafjörður, which takes place from October 24th to 27th. Light refreshments will be served, and the artist will be present at the opening.

Many a beach sipped is an idiom in Icelandic that symbolizes wisdom and growth through experience. The sea breaks against her soft body, presses into the sand, seeps through the surface, and absorbs the shoreline. It rises, spreads out, overlaps. What lies beneath the surface will emerge. Changed. Revealed. Wet. A head rises from the water. Sunbeams shine on her half-closed eyes as she gazes up from the blue arc that divides her body in two. Champagne in crystal. Sweet bubbles reach cracked lips. A salty breeze tastes of laughter. Life celebrated with a sip. Below, feet kick against the heavy, licking salt. An old wound stings. No time to stop. A beam of light winds through the water. The reflection of broken smiles searches for eyes to blind. A different vision for survival. Joy in the darkness.

--

Ólöf Dómhildur (born 1981) graduated from the visual arts program at the Iceland Academy of the Arts in Reykjavík in 2006, from the photography program at the Technical College in Reykjavík in 2008, and in Applied Cultural Communication in 2015. Ólöf Dómhildur has worked extensively with photography as a medium, exploring stereotypes and gendered societal concepts in her work.