TUNGUMÁL VÆNTUMÞYKJU I THE LANGUAGE OF CARE

Hvernig sýnum við umhyggju? Er það í gegnum samtöl hvert við annað, gjörðir, hefðir, hluti eða rýmið sem við sköpum á milli okkar? Væntumþykja birtist oft í hinu smáa – í hljóðlátum en dýrmætum augnablikum. Það má finna hana í hefðum og fjölskyldusögum eða í hversdagslegum og látlausum athöfnum daglegs lífs. Katla Rúnarsdóttir og Mirjam Maekalle nálgast þessar hugmyndir hvor á sinn hátt með tvívíðum og þrívíðum verkum sem spegla sjálfið, tengsl og tjáningu umhyggju í fjölbreyttu samhengi.

TUNGUMÁL VÆNTUMÞYKJU
Katla Rúnarsdóttir & Mirjam Maekalle

18. apríl – 7. júní 2025
Sýningarsalur Listasafns Ísafjarðar, 2. hæð t.v. Safnahúsið Ísafirði

---

Hvernig sýnum við umhyggju? Er það í gegnum samtöl hvert við annað, gjörðir, hefðir, hluti eða rýmið sem við sköpum á milli okkar? Væntumþykja birtist oft í hinu smáa – í hljóðlátum en dýrmætum augnablikum. Það má finna hana í hefðum og fjölskyldusögum eða í hversdagslegum og látlausum athöfnum daglegs lífs. Katla Rúnarsdóttir og Mirjam Maekalle nálgast þessar hugmyndir hvor á sinn hátt með tvívíðum og þrívíðum verkum sem spegla sjálfið, tengsl og tjáningu umhyggju í fjölbreyttu samhengi.

Mirjam Maekalle skapar innsetningu með teikningum og skúlptúrum sem tala um væntumþykju í snertingu og hlustun. Hún vinnur með táknmyndir sem endurtaka sig og birtast í ólíkum efnum. „Í teikningum leita ég að formi faðmlags og færi það yfir í ólík efni eins og málm og gifs. Með því að meðhöndla efnið myndast formin bæði frá ímynd og snertingu þess. Verkin fjalla um form faðms og mikilvægi þess að hlusta til að sýna umhyggju.“

Katla Rúnarsdóttir sýnir hluta af meistaraverkefninu sínu CARE-KER í fyrsta skipti á Íslandi. Í verkunum skoðar hún hvernig mannfólkið sýnir væntumþykju í garð hvers annars með því að njóta saman matar. Katla notar fjölskyldumeðlimi sína og hefðbundin íslensk matarboð sem uppsprettu skúlptúranna. Hver og einn skúlptúr er mannlegur og persónulegur á þann hátt að þeir eru ýmist klæddir í flíkur og/eða drekkandi drykki sem vísun í fjölskyldumeðlimi. Matarboðið getur sýnst kaótískt með ólíkum verum sem sitja á víð og dreif um rýmið og bíða eftir að afi kalli: “MATUR!”.

---

Katla Rúnarsdóttir (f. 1996) er sjálfstætt starfandi myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Katla lauk mastersgráðu í keramik frá HDK - Valand í Gautaborg í Svíþjóð árið 2024. Árið 2019 lauk hún bakkalárgráðu í Myndlist frá Listaháskóla Íslands. Verk Kötlu endurspegla rætur hennar á Ísafirði, hún skoðar húmorinn í kærleikanum með furðulegum skúlptúrum og innsetningum.

Mirjam Maekalle fæddist í Eistlandi og ólst upp á Ísafirði. Í dag býr hún í Reykjavík og útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2023. Hún hefur einnig BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Gegnumgangandi þráður í verkum hennar kannar hún mannlegt ástand og rýmið milli tvíhyggju.

Aðgangur ókeypis
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði

/// ENGLISH ///

THE LANGUAGE OF CARE
Katla Rúnarsdóttir & Mirjam Maekalle

April 18 – June 7, 2025
Exhibition Hall, Ísafjörður Art Museum, 2nd floor (left), Ísafjörður Culture House

---

How do we express care? Through conversation, actions, traditions, objects—or the spaces we create between ourselves? Care often manifests in subtle, quiet moments. It can be found in customs, family stories, everyday rituals, and the gentle gestures of daily life. Katla Rúnarsdóttir and Mirjam Maekalle each explore these ideas through two- and three-dimensional works that reflect on selfhood, connection, and the expression of care in diverse ways.

Mirjam Maekalle creates installations with drawings and sculptures that speak to care through touch and listening. She works with symbolic forms that repeat and reappear in various materials. "In my drawings, I search for the shape of an embrace and translate it into different materials such as metal and plaster. Through the act of handling the material, the forms emerge both from imagination and from the sensation of touch. My work centers on the form of an embrace and the importance of listening as a way of showing care."

Katla Rúnarsdóttir presents part of her master’s project CARE-KER for the first time in Iceland. Her works explore how humans show care for one another through the act of sharing a meal. Using her own family members and traditional Icelandic dinner settings as inspiration, she creates sculptural figures—each one unique, personal, and human. The figures are dressed in clothing or mid-sip of a drink, referencing specific family members. The dining scene appears scattered and chaotic—creatures seated across the space, waiting for Grandpa to call out: "DINNER!"

---

About the artists:
Katla Rúnarsdóttir (b. 1996) is an independent visual artist based in Reykjavík. She holds an MA in ceramics from HDK-Valand, Gothenburg (2024), and a BA in Fine Art from the Iceland University of the Arts (2019). Her works reflect her roots in Ísafjörður, blending humor and tenderness in quirky sculptures and immersive installations.

Mirjam Maekalle was born in Estonia and raised in Ísafjörður. She currently lives in Reykjavík and graduated with a BA in Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2023. She also holds a BA in Comparative Literature from the University of Iceland. A recurring theme in her work is the human condition and the space between binaries.

Admission is free
Supported by the Icelandic Visual Arts Fund (Myndlistarsjóður)