Sigfús Eymundsson myndasmiður
Laugardaginn 12. apríl verður opnuð sýning á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar í sal Listasafnsins. Sýningin kemur frá Þjóðminjasafni Íslands og í tilefni opnunarinnar mun Inga Lára Baldvinsdóttir vera með erindi um Sigfús og verk hans kl. 13.15.
Um langt skeið var Sigfús helsti myndasmiður þjóðarinnar og myndsýn hans hafði því mikil áhrif á þá ljósmyndara sem fylgdu í kjölfar hans en líka á nýja kynslóð myndlistarmanna sem kom fram um aldamótin 1900.