Miðlun
![Skjalavefur Skjalasafnsins Ísafirði](/upload/skjala/Skjalavefur.jpg)
SKJALAVEFUR
Héraðsskjalasafnið Ísafirði hefur undanfarin ár unnið að því að auka aðgengi að safnkosti með því að miðla honum með stafrænum hætti. Á skjalavef safnsins er hægt að skoða stafræn afrit af ýmsum skjölum, m.a. elstu gjörða- og virðingabókum sveitarfélaga í Ísafjarðarsýslu ásamt gjörðabókum ýmissa félaga á svæðinu og sveitablöð. Verkefnið er styrkt af Þjóðskjalasafni Íslands.
SKJALASKRÁR
Á vefsíðu skjalasafnsins er hægt að skoða skjalaskrár sem ná yfir hluta safnkostsins en ekki er um tæmandi lista að ræða. Jöfnum höndum er unnið að skráningu safnkostsins og skjalaskrám bætt við eftir því sem verkinu miðar áfram.