Skjalaskrár

Skrár sem hafa verið færðar á tölvutækt form má að hluta til finna hér á vefnum á PDF-formi. Þær skiptast í tvo hluta, annars vegar opinber skjöl og hins vegar einkaskjöl. Opinberu skjölin eru skjöl frá frá sveitarfélögunum sem að safninu standa en einkaskjölin koma frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum. Athugið að ekki er um tæmandi lista að ræða því enn eru allmörg skjalasöfn óskráð. Hægt er að senda fyrirspurn á skjalasafn@isafjordur.is til að fá frekari upplýsingar um safnkost.
Hér fyrir neðan eru íbúaskrár Ísafjarðarkaupstaðar 1914–1952. Sóknarmanntöl og prestþjónustubækur er hægt að skoða á vefsíðu Þjóðskjalasafns Íslands https://heimildir.is/ auk þess sem þar má finna leitarbæran gagnagrunn sóknarmannatala.