Vestfjarðarit

Kjartan OlafssonFIRÐIR OG FÓLK 900–1900

Hreppar í Vestur-Ísafjarðarsýslu

Vinnuhandrit

Höfundur handritsins er Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, en bók hans um Vestur-Ísafjarðarsýslu, sem Ferðafélag Íslands gaf út árið 1999 undir sama heiti, var samin sem útdráttur úr þessu handriti.

Lesanda er fylgt bæ frá bæ frá Langanestá í Arnarfirði að Mölvík undir fjallinu Öskubak milli Keflavíkur og Skálavíkur ásamt samsvarandi leiðsögn um sex hreppa í Barðastrandarsýslum.

Bújarðir, hver og ein, fá sinn sérstaka kafla svo og þorpin þrjú, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. Hinir fornu hreppar í Vestur-Ísafjarðarsýslu voru fimm og í ritinu er að finna almennan inngangskafla um hvern hrepp. Tekið skal fram að úr einum hinna fimm hreppa, Auðkúluhreppi, er textinn í þessu riti aðeins sá sami og í nýnefndri bók frá árinu 1999. Umfjöllun um hreppa og bújarðir í Barðastrandarsýslum er með sama hætti. […]

Firðir og fólk IMeginefni ritsins er umfjöllun um fólk sem búið hefur á jörðum er við sögu koma eða tengist þeim með öðrum hætti. En hér er líka að finna staðháttalýsingar, þjóðsagnaefni, örnefnaumfjöllun og kveðskap. Þetta er alhliða 1000 ára saga hreppanna sem fjallað er um. Erfitt er að skilgreina hvers konar rit þetta er. Segja má að þetta sé ættfræðirit, atvinnusaga, menningarsaga, landfræðisaga, kirkjusaga og örlagasaga fólks, allt í senn.

Vinnuhandrit þetta er fróðleiksbrunnur sem allir geta sótt í sér til fróðleiks og skemmtunar. Ritstíll Kjartans er léttur og lipur og hann er fundvís á fágætar sögur um undarleg örlög fólks sem áhugavert er að kynnast. Í heildina tekið eru efnistök hans þannig að lesturinn á vinnuhandritinu er spennandi auk þess að vera fræðandi. Óhætt er að fullyrða að sambærilegt rit hefur ekki verið sett saman um aðra landshluta.

Mikil vinna hefur verið lögð í leit að efni frá fyrri tíð, bæði í prentuðum og óprentuðum heimildum. Elstu heimildirnar eru flestar úr Íslenskum fornritum og Íslensku fornbréfasafni en síðan taka við Annálar frá árunum 1400–1800 og Alþingisbækur frá hinu gamla Öxarárþingi á Þingvöllum.

Firðir og fólk IAf óprentuðum heimildum er einkum vert að nefna embættisbækur og önnur gögn presta og sýslumanna, amtmanna og biskupa auk dagbóka og margvíslegra skrifa einstakra manna frá 19. og 20. öld. Alloft er líka stuðst við munnlegar heimildir og enda þótt nafn ritsins sé Firðir og fólk 900–1900 er hér og þar í verkinu einnig fjallað um atburði eða ástand mála á fyrstu áratugum tuttugustu aldar þegar ræturnar liggja aftar í tíma.

Við ritun verksins hefur Kjartan gætt þess að hafa tilvísanir í heimildir þannig að engin heimild væri undanskilin. Fjöldi tilvísananúmera er því mikill eða 41.897. Kjartan hefur unnið stórvirki með ritun þessa einstæða verks.

Það er Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða sem stendur með Kjartani að þessari ritsmíð.

(Valdimar H. Gíslason sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði er höfundur þessa texta sem birtist í Bændablaðinu 11. mars 2010 og er hér birtur, lítið eitt styttur.)

Vestur-Ísafjarðarsýsla, titilsíða og efnisyfirlit

Handritið má ekki afrita með neinum hætti nema með leyfi útgefanda.

Auðkúluhreppur

Handritið má ekki afrita með neinum hætti nema með leyfi útgefanda og höfundar.

Auðkúluhreppur

Hokinsdalur

Laugaból

Horn

Skógar

Kirkjuból í Mosdal

Ós

Dynjandi 

Borg

Rauðsstaðir

Hjallkárseyri

Gljúfrá

Karlsstaðir

Rafnseyri

Auðkúla

Tjaldanes

Baulhús

Álftamýri

Stapadalur

Hrafnabjörg

Lokinhamrar

Þingeyrarhreppur

Handritið má ekki afrita með neinum hætti nema með leyfi útgefanda og höfundar.

Þingeyrarhreppur hinn forni

Svalvogar

Höfn

Hraun í Keldudal

Skálará

Saurar

Arnarnúpur

Sveinseyri

Haukadalur

Meðaldalur

Hólar í Dýrafirði

Kirkjubóli í Kirkjubólsdal

Hof

Múli

Sandar

Þingeyri

Bakki 

Grandi

Brekka

Hvammur

Ketilseyri

Kjaransstaðir

Drangar

Mýrahreppur

Handritið má ekki afrita með neinum hætti nema með leyfi útgefanda og höfundar.

Mýrahreppur

Botn í Dýrafirði

Innri-Lambadalur

Ytri-Lambadalur

Næfranes

Höfði

Fremri-Hjarðardalur

Neðri-Hjarðardalur

Gemlufall

Lækjarós

Mýrar

Meiri-Garður

Minni-Garður

Fell

Lækur

Hólakot

Klukkuland

Kotnúpur

Núpur

Alviðra

Gerðhamrar

Arnarnes

Birnustaðir

Fjallaskagi

Nesdalur

Sæból

Álfadalur

Hraun á Ingjaldssandi

Háls

Brekka á Ingjaldssandi

Villingadalur

Svipast um á Ingjaldssandi

Mosvallahreppur

Handritið má ekki afrita með neinum hætti nema með leyfi útgefanda og höfundar.

Mosvallahreppur

Mosdalur

Kirkjuból í Valþjófsdal

Tunga í Valþjófsdal

Grafargil

Þorfinnsstaðir og leiðin um Ófæruhlíð

Ytri-Hjarðardalur

Innri-Hjarðardalur

Þórustaðir

Holt

Vaðlar

Arnkelsbrekka og Holtssel

Kirkjuból í Bjarnardal

Mosvellir

Bethanía - Kot

Vífilsmýrar

Hóll í Firði

Tunga í Firði

Hestur, Efrihús og Neðrihús

Efstaból

Kroppstaðir

Kirkjuból í Korpudal

Tannanes

Innri-Veðrará

Ytri-Veðrará

Fremri-Breiðadalur og fjallvegir yfir Breiðadalsheiði

Neðri-Breiðadalur

Selakirkjuból

Kaldá

Hóll á Hvilftarströnd

Garðar

Hvílft

Sólbakki

Flateyri

Eyri

Suðureyrarhreppur

Handritið má ekki afrita með neinum hætti nema með leyfi útgefanda og höfundar.

Suðureyrarhreppur

Staður

Fremri-Vatnadalur

Ytri-Vatnadalur

Bær

Suðureyri

Laugar

Kvíanes

Botn

Gilsbrekka

Selárdalur

Norðureyri

Göltur

Keflavík