
Breytt þjónusta í samkomubanni
Skv. fyrirmælum yfirvalda loka almenningsrými safna frá þriðjudeginum 24. mars, þar á meðal Safnahúsið á Ísafirði þar sem bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn eru til húsa. Lokunin varir um óákveðinn tíma eða þar til yfirvöld ákveða annað. Þjónusta safnanna leggst þó ekki niður heldur verður með breyttu sniði, eins og kemur fram hér fyrir neðan.
BÓKASAFN: Boðið er upp á heimsendingu bóka á Ísafirði. Hægt verður að panta bækur milli kl. 13 og 15 alla virka daga í síma 450-8220 eða með tölvupósti á bokalan@isafjordur.is. Í pöntuninni þarf að koma fram nafn, númer á bókasafnskorti, símanúmer og heimilisfang sem bókin á að sendast á. Minnum á að gott er að kanna hvort bókin eða bækurnar séu í hillu á leitir.is áður en pantað er.
Bækur verða bornar út á þriðjudögum og föstudögum milli kl. 15 og 17. Þær verða annað hvort settar í póstlúgu eða poki hengdur á hurðarhún. Bókum má svo skila inn um póstlúguna Eyrargötumegin. Engar sektir munu reiknast á meðan á lokun stendur.
SKJALA- OG LJÓSMYNDASAFN: Ekki er tekið á móti afhendingum, hvorki skjölum né ljósmyndum, á meðan lokun varir. Hins vegar er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið skjalasafn@isafjordur.is eða myndasafn@isafjordur.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 450 8226.
LISTASAFN: Lokað um óákveðinn tíma. Hægt er að hafa samband í síma 450 8220 eða senda tölvupóst á netfangið listasafn@isafjordur.is
Frekari upplýsingar munu birtast á vefsíðu Safnahússins www.safnis.is og fb-síðum safnanna þegar þær liggja fyrir.