Lýsitexta vantar með mynd.

The Rolling Stones í 60 ár

Í tilefni af 60 ára starfsafmæli bresku rokkhljómsveitarinnar The Rolling Stones hefur verið sett upp sýning í Safnahúsinu á Ísafirði með munum og minjum sem tengjast 60 ára ferli hljómsveitarinnar ásamt upptökum og viðtölum í tengslum við komu Mick Jagger, söngvara hljómsveitarinnar, til Ísafjarðar um verslunarmannahelgi 1999. Að sýningunni standa nokkrir valinkunnir Stónsarar með iðnaðarmennina Guðmund Grétar Níelsson, Flosa Kristjánsson og Guðmund Óla Kristinsson í fararbroddi. Þeim til aðstoðar hafa komið að uppsetningu sýningarinnar tónlistarmennirnir Kristinn Níelsson, Kristján Þór Bjarnason og Sigurður Pétursson sagnfræðingur, auk fleiri velunnara.

Lesa meira