Lýsitexta vantar með mynd.

Jólakort Safnahússins

Safnahúsið á Ísafirði hefur gefið út þrjár gerðir jólakorta með ísfirskri jólastemmningu. Jólakortin fást eingöngu í afgreiðslu Safnahússins og kosta 300 krónur stykkið. Hægt er að nálgast þau á opnunartímum hússins, kl. 13-18 virka daga og 13-16 á laugardögum.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýning byggð á gömlum sendibréfum

Gömul sendibréf úr fórum hjónanna Guðrúnar Torfadóttur (1872-1956) og séra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar (1854-1912) eru efniviður bókar sem Jóhanna G. Kristjánsdóttir á Flateyri hefur tekið saman auk sýningar sem nú er hægt að skoða í Safnahúsinu á Ísafirði.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Röskun á starfsemi safnanna í dag - lokum kl. 17!

Við bendum viðskiptavinum okkar á að röskun verður á starfsemi safnanna í húsinu eftir kl. 14:38 í dag, mánudaginn 24. október. Húsið verður þó opið en styttra en venjulega - í dag lokar kl. 17 í stað 18 eins og vant er. Öll þjónusta verður þó takmörkuð en við minnum á að hægt er að senda tölvupósta á bokasafn@isafjordur.is, skjalasafn@isafjordur.is og ljosmyndasafn@isafjordur.is.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sögustund á pólsku

Sögustundin á pólsku þetta haustið heldur áfram vegna góðra undirtekta og verður næst verður laugardaginn 8. október kl 13:30. Iwona Maria Samson, leikskólakennari, les sögur fyrir yngstu börnin og vonumst við til að sjá sem flest pólskumælandi börn og foreldra þeirra.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningarlok

Þriðjudaginn 23. ágúst lýkur sumarsýningu Safnahússins sem að þessu sinni fjallar um jólin og jólasveina. Það eru því síðustu forvöð að sjá teikningar Ómars Smára af þeim sveinum og lífinu í torfbænum. Á sýningunni er að finna ýmsan fróðleik um jólin og sveinana sem og ýmis þau áhöld sem þörf var á í hinu gamla sveitasamfélagi.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

ASAD á Eyrartúni

Nú stendur yfir samstarfsverkefni á vegum samstarfshópsins ASAD (Arctic Sustainable, Art and Desing) þar sem Listaháskóli Íslands, University of the Highlands and Islands frá Skotlandi og University of Lapland, Finlandi vinna saman. Ísafjörður er einn þeirra staða sem verða heimsóttir en Safnahúsið er í samstarfi við hópinn og mun verkefnið vera unnið á Eyrartúni

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Bútar í vinarbæjarteppin

Áslaug Kristjánsdóttir gerði sér lítið fyrir og prjónaði 300 búta í vinarbæjarteppin og sendi okkur á dögunum. Við ætlum svo að sauma teppin saman í Safnahúsinu fimmtudaginn 14. júlí milli kl 15-17. Allir velkomnir og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Gleðilegt sumar!

Um leið við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn minnum við á að húsið er lokað á morgun, fimmtudaginn 21. apríl. Föstudagurinn er svo með hefðbundnu sniði hjá okkur, opið kl. 13-18 og heitt á könnunni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Sýningar 2016

Hér má sjá lista yfir sýningar ársins í Safnahúsinu. Sá fyrirvari er þó á birtingu hans að röð sýninga getur breyst sem og að óviðráðanlegar orsakir geta orðið til þess að sýningar falla niður.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Baldur og Sjómannafélagið - 100 ára barátta launafólks

Í tilefni þess að samtök verkafólks og sjómanna hafa starfað á Ísafirði samfleytt í eina öld verður opnuð sýning á Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Sýningin opnar laugardaginn 16. april klukkan 14 og eru allir velkomnir. Baldur og Sjómannafélagið – 100 ára barátta launafólks, verður opin á opnunartíma Safnahússins fram til Sjómannadagsins 5. júní 2016.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

150 ÁRA KAUPSTAÐARAFMÆLI

Í dag, 26. janúar, eru liðin 150 ár frá því að Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi. Þann dag árið 1866 var gefin út og staðfest, af Kristjáni konungi hinum níunda, reglugerð um að gera Ísafjörð að kaupstað og um stjórn bæjarmálefna. Sama dag var og gefið út „Opið bréf um að stofna byggingarnefnd á kaupstaðnum Ísafirði". Kosningar til bæjarstjórnar fóru fram mánudaginn 16. júlí í húsi Jóns Vedhólms gestgjafa og voru þá kosnir fimm bæjarfulltrúar til þess að stjórna málefnum kaupstaðarins ásamt bæjarfógeta, sem var sjálfkjörinn samkvæmt reglugerðinni.

Lesa meira