Sýningarlok

Þriðjudaginn 23. ágúst lýkur sumarsýningu Safnahússins sem að þessu sinni fjallar um jólin og jólasveina. Það eru því síðustu forvöð að sjá teikningar Ómars Smára af þeim sveinum og lífinu í torfbænum. Á sýningunni er að finna ýmsan fróðleik um jólin og sveinana sem og ýmis þau áhöld sem þörf var á í hinu gamla sveitasamfélagi.

Þriðjudaginn 23. ágúst lýkur sumarsýningu Safnahússins sem að þessu sinni fjallar um jólin og jólasveina. Það eru því síðustu forvöð að sjá teikningar Ómars Smára af þeim sveinum og lífinu í torfbænum. Í tengslum við sýninguna erum við með til sölu ýmsan varning með jólasveinum Brians Pilkingtons. Ýmsir lögðu hönd á plóg við að gera sýninguna mögulega, þannig lagði Byggðasafn Vestfjarða okkur til ýmsa muni og Samkaup lagði okkur til hangikjöt sem Kjötkrókur gladdist mjög yfir. Og ekki má gleyma þætti Ómars Smára sem lagði margar vinnustundir í að hanna umhverfi sýningarinnar á veggi salarins. Jóna Dagbjört Guðmundsdóttir kom að hönnun sýningarinnar og Mateusz Wojciech Samson vann að uppsetningu hennar ásamt öðru starfsfólki hússins. Þá aðstoðaði Sólrún Geirsdóttir okkur við þýðingu á efni yfir á þýsku. Öllum þessum aðilum er þökkuð aðstoðin.

Við minnum á að húsið er opið virka daga kl. 13-18 og á laugardögum kl. 13-16. Næsta sýning verður opnuð sunnudaginn 28. ágúst og verður nánar auglýst síðar.

Velja mynd