Sýningarspjall á veturnóttum
Í tilefni veturnátta mun Árni Aðalbjarnarson vera með sýningarspjall í húsinu laugardaginn 22. október kl. 14-15. Allir velkomnir.
Laugardaginn 22. október mun Árni Aðalbjarnason vera með sýningarspjall milli kl. 14 og 15. Hann segir frá sýningu sinni á ljósmyndum og teikningum. Árni hefur um árabil boðið eldri ísfirðingum á rúntinn, tekið af þeim myndir og fræðst um lífið á Ísafirði í gegnum tíðina. Þá hefur hann líka látið teikna og mála eftir gömlum ljósmyndum frá Ísafirði og nágrenni en til þess hefur hann fengið ýmsa listamenn víða í heiminum og þannig er saga á bakvið hverja mynd.
Það verður heitt á könnunni og í tilefni veturnátta verður boðið upp á meðlæti að íslenskum sið.