Bútar í vinarbæjarteppin

Áslaug Kristjánsdóttir gerði sér lítið fyrir og prjónaði 300 búta í vinarbæjarteppin og sendi okkur á dögunum. Við ætlum svo að sauma teppin saman í Safnahúsinu fimmtudaginn 14. júlí milli kl 15-17. Allir velkomnir og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Á dögunum fengum við afar góða sendingu frá Áslaugu Kristjánsdóttur íbúa á Hlíf en hún sendi okkur um það bil 300 prjónaða búta í vinarbæjarteppin sem ætlunin er að setja saman hér í Safnahúsinu á fimmtudag eftir viku milli kl 15-17. Áslaug er orðin 90 ára og hefur alla tíð verið mikil prjónakona. Við þökkum henni kærlega fyrir sitt framlag og minnum á að enn er tími til að pjóna eða hekla búta. 

Velja mynd