
Langur mánudagur og bókaklúbbur Bókasafnsins.
Langir mánudagar hefjast aftur og verður því opnunartími Bókasafnsins til klukkan 21:00 mánudaginn 11. október.
Nú eru langir mánudagar að hefjast aftur hjá okkur á Bókasafninu Ísafirði. Fyrsti langi mánudagurinn verður haldinn mánudaginn 11. október en þá lengist opnunartíminn og opið verður til 21:00. Langur mánudagur verður haldin annan mánudag í mánuði í vetur.
Skemmtilegt að segja frá því að bókaklúbbur Bókasafnsins hefur einnig göngu sína þennan dag og verður bók kvöldsins bókin Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
Hlökkum til að sýna okkur og sjá aðra á Bókasafninu.