Menningarbrú á norðurslóðum

Í tilefni af 200 ára afmæli rithöfundarins Fjodors Dostoevskijs og formennsku Rússlands í Norðurskautsráðinu er efnt til málþings í Safnahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 28. október kl. 18–20. Yfirskrift málþingsins er „Menning á norðurslóðum: Rússland, Færeyjar, Ísland: Landfræði, saga, bókmenntir og menning.“

Dagskrá:

  • Ljósmyndasýningin Rússneska norðurskautssvæðið Fjodor Romanenko, rannsóknaprófessor við Moskvuháskóla og pólfari
  • Fyrirlestrar: Dostojevskij barnanna, Maja Merkúlova, prófessor við Borgarháskólann í Moskvu
  • Rússneska norðurskautssvæðið: náttúra og fólk, Fjodor Romanenko, rannsóknaprófessor við Moskvuháskóla og pólfari
  • Heimildarmyndin Flottu strákarnir úr Tikhaja-víkinni.
  • Heimildarmyndin Síldarævintýri á Siglufirði (úr gömlum upptökum frá tíma sovétríkjanna).

Þátttakendur:

  • Elena Barinova, framkvæmdarstjóri Vináttufélags Rússlands og Íslands - ODRI
  • Andrej Korovín, rannsóknaprófessor við Gorkí stofnunina í Moskvu
  • Írína Malíkova, dósent við Háskóla vináttu þjóðanna, tökumaður
  • Andrej Melníkov, kennari við Norræna skólann í Moskv.

Málþingið er öllum opið. 

Velja mynd