Júní 2014

 

 

 

Minjar

Tryggvi Ólafsson 

Tryggvi Ólafsson er fæddur á Norðfirði árið 1940. Hann lagði stund á nám í Handíða- og myndlistarskólanum árin 1960-1961 en síðan lá leið hans til Kaupmannahafnar.  Hann lauk námi frá Konunglegu listaakademíunni þar árið 1966.

Listrænar rætur Tryggva liggja í hlutlægri málaralist en myndir hans verða þó mestmegnis til undir merkjum nýbylgjunnar á sjötta- og sjöunda áratug síðustu aldar. Verk Tryggva eru opin og í þeim einfalt myndform sem máluð eru í hreinum og sterkum litum.