Nóvember 2014

 

Feneyjar

Karitas Hafliðadóttir

Karitas Hafliðadóttir (1864-1945) frá Fremri-Bakka í Landadal í Nauteyrarhreppi fór til Danmerkur 18 ára gömul til að læra hannyrðir og klæðasaum. Að öllum líkindum hefur hún  einnig lært þar teikningu og málun, en talið er að verkið Feneyjar sé skólaverk. Hjá móðursystur sinni í Danmörku komst hún í kynni við hármyndagerð og lærði þá tækni  hjá henni. Karitas sneri heim til Íslands en fór aftur út til Danmerkur nokkrum árum seinna og þá til að sérhæfa sig í kennslu.  Árið 1898 gerðist Karitas kennari á Ísafirði og starfaði hún við það allt til ársins 1940. Auk þess að stunda barnakennslu miðlaði Karitas af þekkingu sinni á hárlist og vann um tíma á reitunum í Hæstakaupstað.