Sumarlestur: lestrarbingó!

Líkt og undanfarin ár verður Bókasafnið með sumarlestur fyrir börn í grunnskóla og þá sérstaklega fyrir börn í 1. - 6. bekk. Í ár ætlum við að breyta aðeins til og bjóða upp á lestrarbingó.

Líkt og undanfarin ár verður Bókasafnið með sumarlestur fyrir börn í grunnskóla og þá sérstaklega fyrir börn í 1. - 6. bekk. Í ár ætlum við að breyta aðeins til og bjóða upp á lestrarbingó í stað þess að vera með lestrarbæklinga og miða til að stinga í pottinn eins og áður. Potturinn verður þó á sínum stað og við munum að venju halda uppskeruhátíðina okkar í lok sumars. En til þess að gera leikinn enn meira spennandi verður auk þess dregið um bókavinning einu sinni í mánuði. Til að taka þátt í Sumarlestrinum þarf einfaldlega að mæta bókasafnið, fá lánaðar bækur og um leið afhendum við bingóspjald og útskýrum leikreglurnar. Muna að taka með bókasafnsskírteinið!

Hlökkum til að sjá ykkur krakkar!

 

Velja mynd