Rafbókasafnið opnar í Bókasafninu Ísafirði

Rafbókasafnið var opnað 30. janúar s.l. og hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins getað nýtt sér þessa þjónustu. Frá og með 1. júní munu bætast við þrettán önnur almenningssöfn vítt og breitt um landið og er Bókasafnið Ísafirði eitt þeirra.

Rafbókasafnið var opnað 30. janúar s.l. og fyrst um sinn gátu einungis lánþegar Borgarbókasafnsins nýtt sér þessa þjónustu. Frá og með 1. júní bætast við þrettán önnur almenningssöfn vítt og breitt um landið og er Bókasafnið Ísafirði eitt þeirra.

Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnaflóruna. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en þarna má einnig finna hljóðbækur og fer þeim ört fjölgandi. Fjölmargir efnisflokkar eru í boði svo sem spennusögur, ævisögur, fantasíur, teiknimyndasögur og efni fyrir börn svo eitthvað sé nefnt. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í safnið.

Til að nálgast efni þarf að eiga bókasafnsskírteini hjá Bókasafninu Ísafirði. Lánþegar skrá sig inn í Rafbókasafnið með númeri bókasafnsskírteinis og lykilorði (PIN-númeri), sem er það sama og notað er fyrir leitir.is. Þeir sem hafa ekki fengið úthlutað lykilorð en vilja notfæra sér þessa nýju þjónustu eru beðnir um að hafa samband við safnið.

Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar sem kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn eru engar sektir.

Allt efni Rafbókasafnsins má finna á leitir.is
Vefslóð Rafbókasafnsins er http://rafbokasafnid.is

Velja mynd