Bangsadagurinn
Bangsadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Bókasafninu Ísafirði allt frá árinu 1998 og hefur verið fastur liður hjá okkur allar götur síðan. Í ár verður Bangsadagurinn föstudaginn 27. október.
Bangsadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Bókasafninu Ísafirði allt frá árinu 1998 og hefur verið fastur liður hjá okkur allar götur síðan. Í ár verður Bangsadagurinn föstudaginn 27. október og hefst dagskráin kl. 16:00.
Dagskráin verður með svipuðu sniði og vanalega: bangsasögustundin verður á sínum stað, það verður söngstund og börnin fá bangsamyndir til að lita. Að sjálfsögðu verður bangsaleikurinn á sínum stað og möguleiki á að fá bangsa í verðlaun.
Öll börn eru velkomin og munið að taka bangsana ykkar með!
[BbÍ1]mætir Bangsi??