
Óbreyttur opnunartími
Bókasafnið Ísafirði verður með óbreyttan opnunartíma, þ.e. kl. 12-18 virka daga, 13-16 á laugardögum, á meðan á samkomubanni stendur. Viðburðir munu þó falla niður.
Bókasafnið Ísafirði verður með óbreyttan opnunartíma, þ.e. kl. 12-18 virka daga, 13-16 á laugardögum, á meðan á samkomubanni stendur. Viðburðir munu þó falla niður.
Á bókasafninu er að finna fjölbreytt úrval af bókum fyrir fullorðna og börn, tímarit, kvikmyndir (DVD) og við minnum á Rafbókasafnið, en rafbækur má t.d. lesa í gegnum Libby appinu í snjalltækjum. Rafbókasafnið býður einnig upp á fjölda hljóðbóka.
Á leitir.is er hægt að framlengja útlán á bókum en það er líka velkomið að hringja í safnið í síma 450 8220 eða senda okkur póst á netfangið bokasafn@isafjordur.is
Verið velkomin en höldum skilgreindri fjarlægð!