Breytt þjónusta á breyttum tímum!

Eins og fram kemur á heimasíðunni Ísafjarðabæjar er söfnum lokað frá og með í dag 23. mars, á meðan á samkomubanni stendur.

Eins og fram kemur á heimasíðu Ísafjarðarbæjar hefur söfnum verið lokað frá og með deginum í dag 23. mars, á meðan á samkomubanni stendur. 

Við starfsfólk Bókasafnsins ætlum að gera tilraun með að bjóða upp á heimsendingu á Ísafirði. Hægt verður að panta bækur milli kl. 13 og 15 alla virka daga í síma 450-8220 eða með tölvupósti á bokalan@isafjordur.is.

Í pöntuninni þarf að koma fram nafn, númer á bókasafnskorti, símanúmer og heimilisfang sem bókin á að sendast á. Minnum á að gott er að kanna hvort bókin eða bækurnar séu í hillu á leitir.is áður en pantað er. 

Bækur verða bornar út á þriðjudögum og föstudögum milli kl. 15 og 17. Þær verða annað hvort settar í póstlúgu eða poki hengdur á hurðarhún. Við afþökkum faðmlög og handabönd þessa daga en ykkur er velkomið að veifa til okkar í glugga til merkis um viðtöku bókanna (þessi setning bara fyrir Facebook til að hressa upp á texta).

Bókum má svo skila inn um póstlúguna Eyrargötumegin. Engar sektir munu þó reiknast á meðan á lokun stendur. 

Ef þið eruð með einhverjar spurningar hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur í tölvupóst, í gegnum Facebook-síðu safnsins eða í síma. 

 

Velja mynd