Sumarlestur 2020

Líkt og undanfarin ár verður Bókasafnið Ísafirði með Sumarlestur fyrir börn þetta sumarið. Sumarlestur er fyrir grunnskólabörn sem eru að klára 1. - 6. bekk og stendur leikurinn yfir 2. júní – 15.ágúst.

Líkt og undanfarin ár verður Bókasafnið Ísafirði með Sumarlestur fyrir börn þetta sumarið. Sumarlestur er fyrir grunnskólabörn sem eru að klára 1. - 6. bekk og stendur leikurinn yfir 2. júní – 15.ágúst.

Til að vera með mæta börnin á bókasafnið, skrá sig til leiks og fá lánaðar bækur. Þegar bók er skilað fer miði í lukkupottinn. Þrisvar sinnum yfir sumarið verður dregið úr lukkupottinum, um eina bók í einu. Í lok sumars verður uppskeruhátíð Sumarlesturs á sínum stað og þá verður dregið um fleiri fína vinninga. Öll börn sem hafa skráð sig í leikinn og skilað a.m.k. einni bók fá lítinn glaðning.

Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á bókasafnið til að aðstoða þau við að skrá sig og að velja bækur, en mikilvægt er finna lesefni sem þeim finnst skemmtilegt og sem þau ráða við. Starfsfólk okkar er að sjálfsögðu líka tilbúið til að aðstoða við valið.

Til að fá lánaðar bækur þarf að mæta með bókasafnskort. Við biðjum foreldrar barna sem eiga ekki skírteini hjá okkur um að koma með börnunum á bókasafnið til að fá skírteini.  Fyrsta skírteini er ókeypis.

Vonumst til að sem flest börn taki þátt í Sumarlestrinum! Hlökkum til að sjá ykkur.

Velja mynd