Bókasafnið er opið

Ný viðmið vegna heimsfaraldursins tóku gildi í dag. Bókasafnið Ísafirði verður opið eins og vanalega - þ.e. kl. 12-18 virka daga, 13-16 á laugardögum – en við biðjum gesti okkar um að hafa í huga að halda tveggja metra fjarlægð og að sótthreinsa hendur þegar komið er í safnið.

Ný viðmið vegna heimsfaraldursins tóku gildi í dag. Bókasafnið Ísafirði verður opið eins og vanalega - þ.e. kl. 12-18 virka daga, 13-16 á laugardögum – en við biðjum gesti okkar um að hafa í huga að halda tveggja metra fjarlægð og að sótthreinsa hendur þegar komið er í safnið. 

Viljum minna á að á leitir.is er hægt að framlengja útlánstíma fyrir bækur, en það er líka velkomið að hringja í safnið í síma 450 8220 eða senda okkur póst bokasafn@isafjordur.is

Á þessum tímum er einnig tilvalið að lesa rafbækur en allir sem eru með gilt bókasafnskort hjá okkur hafa aðgang að Rafbókasafninu. Þar er að auki í boði að fá lánaðar hljóðbækur.  

Verið velkomin!

 

 

Velja mynd