
Bókasafnið verður opið!
Á morgun laugardag 31. október taka gildi fjöldatakmarkanir sem miðast við 10 manns. Bókasafnið verður áfram opið en þjónustan verður aðallega varðandi útlán og skil.
Á morgun laugardag 31. október taka gildi fjöldatakmarkanir sem miðast við 10 manns. Bókasafnið verður áfram opið en þjónustan verður aðallega varðandi útlán og skil. Ekki er gert ráð fyrir að gestir dvelji í safninu. Því verður einungis 1. hæð safnsins opin gestum og ekki er í boði að setjast niður og fletta tímarit og þess háttar.
Við þökkum gestum okkar fyrir að sýna skilning og virða þessar reglur.
Munum að nota handspritt, virða fjarlægðarmörk og að vera tilbúin til að vera með grímu ef þess þarf.
Kær kveðja,
Starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði